28.05.2012
Föstudaginn 1. júní breytist opnunartíminn hjá okkur. Þann dag verður opið frá 6-14. Á laugardögum frá 9-13 og
lokað á sunnudögum. Á mánudögum og miðvikudögum verður opið frá 6-19:30 og á þriðjudögum og fimmtudögum
frá 8-14 og 16-19:30. Þetta byggjum við á reynslu síðustu ára. Það eru fáir að mæta um miðjan daginn og á
sunnudögum og snemma á þriðjudögum og fimmtudögum. Við bjóðum í staðinn frábær kjör á mánaðarkortum
út sumarið, 5500kr og þeir sem eiga kreppukort geta æft þegar það er opið, óháð tíma.
24.05.2012
Tryggvi var með útitíma í hádeginu í gær, æðislegt. Hádegishópurinn hér er sá hópur sem fær
oftast að vera úti. Dansinn á laugardögum kl 11 er líka oft á útipallinum. Sumarið er því komið og verður að
sjálfsögðu gott og gjöfult.
24.05.2012
Sumarið nálgast og sumarfríin taka við og ferðalög. Við mætum því með færri tímum seinni partinn en höldum inni
megninu af morguntímunum sem voru í vetur og hádegistíminn verður á sínum stað 3x í viku. Sumartaflan er enn í vinnslu
því sumir tímar eru að stækka aftur og því möguleiki að halda þeim inni í júní. Sumartaflan tekur við 4.
júní.
22.05.2012
Það eru endalausir frídagar um þessar mundir. Við verðum með lokað á Hvítasunnudag en á annan í hvítasunnu verður
tækjasalurinn opinn frá 10-13, engir tímar verða í boði.
22.05.2012
Það troðfylltist aftur á nýja námskeiðið Nýtt útlit hjá Öbbu og verða því tveir hópar í
gangi. Annar kl 16:30 4x í viku. Hinn hópurinn verður kl 17:30 á mánudögum og miðvikudögum en 16:30 á þriðjudögum og
fimmtudögum. Geggjuð blanda af tímum og þú finnur árangur ansi fljótt ef þú mætir 4x í viku. Þetta eru
síðustu námskeiðin fyrir sumarfrí.
22.05.2012
Við munum opna kl 6;00 þrisvar sinnum í viku frá 1. júní. Á þriðjudögum og fimmtudögum verður opið frá 8:00-14 og
svo aftur frá 16-19:30. Mánudaga og miðvikudaga verður opið frá 6-19:30 en styttra á föstudögum. Reynsla síðustu ára er
sú að það eru mjög fáir að æfa um miðjan daginn og líka eftir kl 19 á kvöldin. Eftir hádegi á
föstudögum sáust fáir og líka snemma á morgnana á þriðjudögum og fimmtudögum.
16.05.2012
Það verður lokað á Bjargi fimmtudaginn 17. maí, uppstigningardag.
14.05.2012
Vegna fjölda áskoranna ætlar Abba að vera með eitt vaxtamótunarnámskeið í viðbót og mun byrja 30. maí. Kennt er 4x
í viku, Gravity á mánudögum og miðvikudögum og heitir tímar þar sem við notum bolta, foamrúllur, lóð og teygjur í
frábærum, styrkjandi og mótandi æfingum. Tímarnir eru kl 16:30 og pláss fyrir 12 á námskeiðinu.
13.05.2012
Body Balance tíminn á miðvikudögum færist fram um eina klst og verður kl 17:30 næsta miðvikudag og út sumarið. Sama er með Zumba
tímann á laugardögum, hann verður næst kl 11 og út sumarið, ekki kl 12. Zumba tíminn á fimmtudögum sem er kl 18:30 færist fram
um eina klst. og verður því kl 17:30 næst (athugið að það er lokað næsta fimmtudag, Uppstigningardagur.
11.05.2012
Verðmæti Gjafakortanna sem stelpurnar í lífsstílnum fengu núna á mánudaginn er um 200 þúsund. Oft höfum við
farið upp í um 300 þúsund í verðlaun og þá tvisvar á ári, bæði fyrir haust og vorönn. Halla Ólöf
Jónsdóttir náði 10% léttingu á 8 vikum og fékk 6 mánuði fyrir það, að auki fékk hún 4 mánuði fyrir
fyrir flesta sentimetra og hlutfallslega flest kíló farin hjá kvöldhópnum. Katrín Mörk gerði það sama hjá morgunhópnum
en hún er búin að léttast um rúm 40 kíló á árinu. Guðlaug Halla og Steinunn Hauks náðu 10% léttinu á 16
vikum og fengu 2 mánuði fyrir það og svo fóru 4 mánuðir í mætingaverðlaunin. Glæsilegur árangur hjá
ótrúlegum konum.