Fréttir

Jónsmessuganga

15 manns og einn hundur mættu í jónsmessugönguna á Ysta-víkur fjall í gærkvöldi. Uppgangan tók aðeins lengri tíma en ætlað var og við þurftum að brjótast í gegnum birkirunna, sem var bara gaman.

Samstarf við Hress í Hafnarfirði

Hress í Hafnarfirði er stöðin sem okkar fólk getur notað ef það er á ferðalagi fyrir sunnan. Þetta er frábær stöð og andinn þar er eins og hjá okkur, góðir kennarar og viljugt starfsfólk.

Jónsmessuferð

Það er gott veður! Og þá skellum við á Jónsmessuferð annað kvöld. Ákvörðunarstaður er Ysta-fell í Víkurskarði.

Bravó stelpur á Súlur

Anna María og Elín tóku þátt í átaki með okkur og þættinum Bravó á Aksjón eftir áramót(sjá verkefni). Markmiðið hjá þeim var m.a. að fara á Súlutind.

Fjallgöngur og svaðilfarir

Við höfum alltaf farið í einhverjar ferðir á hverju sumri. Hjólað, gengið á fjöll eða skokkað. Fyrsta ferð er fyrirhuguð um Jónsmessu, munum sameina hjól og fjallgöngu, þ.a. þeir sem vilja hjóla á staðinn en hinir koma á bíl og svo skokkum við upp á eitthvert fjall.

Góð mæting í línuskautahópinn og Body Jam

Það eru um 20 manns að mæta í línuskautatímana, greinilega eitthvað sem vantaði hér. Svo mættu rúmlega 40 í Body Jam í gærkvöldi.