Heilsugrunnur

Heilsugrunnur

Á Heilsugrunni er áhersla lögð á að taka lítil og viðráðanleg skref í átt að betri heilsu undir handleiðslu sjúkraþjálfara og næringarfræðings. Námskeiðið byggir á þremur tímum á viku þar sem einn tíminn er fræðsla eða mjög létt hreyfing/slökun og hinir tveir eru æfingar í sal. Þegar hugað er að því að bæta heilsuna er mikilvægt að fara rólega af stað, vera með raunhæf markmið og sýna sjálfum sér mildi, þolinmæði og sjálfsumhyggju. Námskeiðið er ekki enn einn kúrinn eða boð og bönn heldur stjórnar þú ferðinni og tekur ábyrgð á heilsunni, líkamlega sem andlega. Unnið er að því að breyta venjum smátt og smátt með það fyrir augum að auka vellíðan, virkni og setja þína hamingju í forgang. 

Við munum meðal annars taka fyrir svefn, hreyfingu, streitu og mataræði þar sem markmiðið okkar er að búa til jafnvægi, ekki fullkomnun. Kennarar námskeiðsins hafa áralanga reynslu á sviði heilsueflingar og okkar sýn er sú að heilsan er á okkar ábyrgð, við höfum val um að bæta hana og efla alla daga. Þannig bætum við og fyrirbyggjum sjúkdóma og heilsutengda kvilla og það er mikilvægt að hafa í huga að það er aldrei of seint að byrja eða breyta venjum! Við munum aðstoða þig við að byggja upp sjálfstraust og sjálfsöryggi í þinni heilsuvegferð. 

 

 
Tímarnir:
Þriðjudaga 17:30 og fimmtudaga kl 17.30 eru tímar í hreyfingu.   
 
Hér getur þú stjórnað ákefðinni þannig að hún henti þér, á þeim stað sem þú ert núna. Byggjum upp sjálfstraust í hreyfingu, styrk, þol og liðleika.  
 
Mánudagur kl 17.30  fyrirlestrar eða létt hreyfing/slökun
 
 
 
Verð: 16 vikur = 64.900kr
 
Næsta námskeið hefst 8.janúar 2024.
 
Tryggðu þér pláss á næsta námskeið 
 
Heilsugrunnur framhald 
Hugsað fyrir þá sem hafa lokið námskeiði á heilsugrunni. Farið er meira í hreyfingu.
 
Mánu- og miðvikudaga kl 18:30 og föstudaga kl 16:30
 
Verð 15 vikur = 55.500kr
 
Næsta námskeið hefst 8.janúar 2024. 
Tryggðu þér pláss á næsta námskeið