Heilsugrunnur

Heilsugrunnur
 
Nýtt námskeið þar sem tekið er á heilsunni á heildrænan hátt undir handleiðslu sjúkraþjálfara, markþjálfa og næringarfræðings. Á námskeiðinu leggjum við áherslu á að stíga lítil skref í átt að betri heilsu þar sem næringarþjálfun og fræðsla um svefn, hreyfingu og streitu eru meðal annars tekin fyrir. Þegar kemur að því að bæta heilsuna er mikilvægt að taka lítil skref og í sátt við sjálfa/n sig en þar er hugarvinnan stór þáttur. Að bera ábyrgð á heilsunni, andlega sem líkamlega og sýna sér um leið sjálfsumhyggju, þolinmæði og mildi án þess að fara út í boð og bönn. Unnið er að því að breyta venjunum smátt og smátt með það fyrir augum að bæta líðan, virkni og setja þína hamingju í forgang.
 
Tímarnir:
Mánudaga og fimmtudaga kl 18.30 eru tímar í hreyfingu.   
 
Hér getur þú stjórnað ákefðinni þannig að hún henti þér, á þeim stað sem þú ert núna. Byggjum upp sjálfstraust í hreyfingu, styrk, þol og liðleika.  
 
Miðvikudagar kl 18.00    
 
Fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir og svo slökun í lok tímans.

Á milli tíma fáið þið senda fræðslu og punkta til að prófa ykkur áfram með. Heilsa og vellíðan snýst um að búa til jafnvægi, ekki fullkomnun! Kennarar námskeiðsins hafa áralanga reynslu á sviði heilsueflingar. Okkar sýn er sú að heilsan er á okkar ábyrgð, við höfum val um að bæta hana og efla alla daga. Það er mikilvægt að fá stuðning og hvatningu og horfa fram á við. Bæta og fyrirbyggja sjúkdóma og heilsutengda kvilla og þannig eiga betra og hamingjuríkara líf. 

 
Verð: 14 vikur = 58.900kr
 
Næsta námskeið hefst 10.janúar 2022.
 
Tryggðu þér pláss á næsta námskeið 
 
Heilsugrunnur framhald 
Hugsað fyrir þá sem hafa lokið námskeiði á heilsugrunni. Farið er meira í hreyfingu.
 
Þriðjudaga kl 18:30 , miðvikudaga kl 19:30 og föstudaga kl 16:30
 
Verð 14 vikur = 52.000kr
 
Næsta námskeið hefst 3.janúar 2022. 
Tryggðu þér pláss á næsta námskeið