Fréttir

22 sigruðu drottninguna.

Kempurnar sem fóru á Herðubreið á laugardaginn fengu að upplifa einstakan dag sem gleymist seint. Sumir voru að fara á sitt fyrsta fjall og þá er Herðubreið ekki það auðveldasta en allir komust frá þessu með sóma. Veðrið var einstakt, logn og hiti.

Verslunarmannahelgin

Það spáir hitabylgju um verslunarmannahelgina og þá koma enn færri inn að æfa. Við ætlum því að hafa lokað, laugardag, sunnudag og mánudag.

Frábært á Súlum!

Það mættu 7 manns í Súlugönguna með Öbbu á laugardag. Hún hefði viljað sjá fleiri, en eflaust voru allir einhverstaðar í sumarfríi. Veðrið var geggjað, logn og sól og líka á toppnum sem er sjaldgæft.

Hlaupanámskeið UFA og Bjargs!

Eftir verslunarmannahelgi verður boðið uppá 5 vikna hlaupanámskeið, loksins, loksins. Það verður hlaupið frá Bjargi 3x í viku, mánudögum og fimmtudögum kl 17:30 og laugardögum kl 10:00.

Stuð hjá Mána

Það var rosa stemming og gaman hjá Mána í aerobictímanum í gær. Rúmlega 20 stelpur mættu og hann kenndi 3 rútínur sem voru svo sameinaðar í lokin. Takk Máni fyrir geggjaðan tíma.

Takk fyrir komuna!

Það komu um 200 manns á vígsluhátíðina á föstudag. Veðrið var gott og hélst þurrt allan tímann. Við viljum þakka allar gjafir og hvatningarorð sem okkur bárust á þessum degi. Einnig öllum sem komu og glöddust með okkur.

Útitími hjá Mána!

Máni skellti sér út í góða veðrið með pallatímann á laugardagsmorgninum. Frábært að æfa úti og veðrið var geggjað. Munið eftir tímanum hjá Mána á þriðjudag klukkan 17:30,