Sterk/ur

Fjölbreytt 6 vikna lyftinganámskeið undir leiðsögn þjálfara þar sem æfingar eru einstaklingsmiðaðar. 

Unnið er með lóð, stangir, gravitybekki og bjöllur og þú getur valið hvort þú mætir 2 sinnum eða 3 sinnum í viku. 
 
Að auka styrk er ein besta leiðin til að tóna líkamann, auka brennsluna, fyrirbyggja meiðsli og líða betur með sjálfan sig. Styrktarþjálfun er nauðsynleg fyrir alla og hentar báðum kynjum, jafnt byrjendum sem og reynsluboltum.

Kennarar: Tryggvi og Palli

Tímar: Þriðjudaga og fimmtudaga 18.30 og föstudaga 17:30 

Verð: 
2 tímar í viku: 18.900 / 10.900 fyrir árskortshafa 
3 tímar í viku: 25.500 / 14.900 fyrir árskortshafa 
 
Tryggðu þér pláss á næsta námskeið í síma 462 7111 eða á bjarg@bjarg.is