Fréttir

Áramótastuð!!

Nú mæta allir í áramótatímann kl 17:00 á morgun. Það verður pláss fyrir 120 manns og brjálað stuð. Kennslan stendur yfir í 2 klst. en þið þurfið ekki að vera með allan tímann.

Skráning hafin á öll námskeið!

Nú er skráning hafin á námskeiðin okkar. Þú getur valið um lífsstílsnámskeið að morgni eða kvöldi, sjálfsagt að flakka á milli.

9 mættu í jólaskokkið hans Steina

Það mættu 9 manns á jóladagsmorgunn og skokkuðu 6-10 km. heiti potturinn á eftir og jólate í boði Steina P. Æðislegt.

Tímatafla milli jóla og nýárs

Tímatöfluna má sjá undir liðnum tímatafla.

Barnagæsla

Það verður engin barnagæsla á Þorláksmessu. Milli jóla og nýárs verður gæsla á miðvikudeginum 28.des fyrir hádegi. Gæslan verður svo seinni partinn alla dagana frá 16-18:30.

Enn fleiri uppskriftir

Sjáið þið jólatrén hérna hægra megin á síðunni? Þarna undir eru jólauppskriftir frá viðskiptavinum og Öbbu. Nú voru að bætast við ótrúlega góðar sætar kartöflur með kalkúninum og besta sósa í heimi.

Ný hjól og nýtt gólf!

Vorum að fá ný upphitunarhjól í tækjasalinn. Svo ætlum við að skipta um gólf á minni salnum milli jóla og nýárs. Parketið er skemmt og við setjum einskonar dúk í mottuformi í staðinn.

Jólaspinning 06:30 og partý

Tryggvi var með jólaþema í spinning á föstudagsmorgunn. Allir mættu rauðklæddir og með jólaskraut sem hékk á sveittum líkömum.

Jólaskokk með Steina P.

Steini P. kom með frábæra hugmynd áðan. Hvernig væri að hittast hér á Bjargi að morgni jóladags, kl 09:30 og skokka saman. Það er yfirleitt enginn á ferli og ef það hefur snjóað er allt slétt og fallegt.

Strákarnir flottir!

Karlapúlið kláraðist á þriðjudaginn og þar var einn sem sló öll fyrri met. Hann náði 10% léttingu(15,2) er hann reif af sér 15 kíló og 46 sentimetrar fóru, þar af 23 af miðjunni. Hetjan heitir Heimir Sigurðsson.