Leikfimi fyrir 60 ára og eldri

Góð leikfimi sem hentar vel fólki 60 ára og eldri. Hæfilegt álag sem miðast að hverjum einstakling og góðar teygjur og slökun undir handleiðslu fagfólks. Margar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að hreyfa sig og viðhalda styrk beina og vöðva, jafnvægi og almennrar hreysti þar sem það eykur lífsgæði og bætir lífi við árin. 

Frábær félagsskapur og heitt á könnunni eftir tímann.

Tímar: 

60+ Þriðju- , miðviku- og föstudag kl. 09:10
60+ Þriðju- , miðviku- og föstudag kl. 10:10
70+ Þriðju- , miðviku- og föstudag kl. 11:10
 
Kennarar: Anný og Elma

 

Verð:  6 vikur = 24.000kr

10% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega.

Skráning í síma 462 7111 eða í netfanginu bjarg@bjarg.is