23.12.2013
Nú bjóðum við öllum að vera með í keppninni um 10% léttingu. Áskorunin fylgir námskeiðinu Nýtt útlit, en við
ætlum að opna þetta fyrir alla sem vilja vera með. Þú færð 6 mánaða þrekkort ef þú léttist um 10% á 5
vikum, 3 mánuði ef þú nærð þessu á 10 vikum og 2 mánuði í tækjasal ef þú léttist um 10% á 15
vikum.
Byrjum 13. janúar. Abba og Óli verða á staðnum og vigta þá sem vilja vera með vikuna 6.-13. janúar.
Losum okkur við jólafituna á skynsamlegan hátt og gerum hreyfingu að lifsstíl.
23.12.2013
Það er enn hægt að mæta og taka góða æfingu fyrir allt fjörið.
17.12.2013
Það er engin ástæða til að safna spiki yfir jólin. Tryggvi verður með opinn spinningtíma fyrir alla sem vilja á
Þorláksmessu kl. 6:10, já bara rífa sig upp og byrja daginn snemma. Óli verður síðan með opinn spinningtíma kl. 10:30 á annan
í jólum. Flott að mæta þá fyrir jólaboð dagsins. Einu dagarnir sem er lokað er á aðfangadag, jóladag og
nýársdag.
17.12.2013
Þetta er frábær blanda. Dansa fyrir gleðina, heitir þrektímar fyrir bak og kvið, Hot yoga og Body Balance fyrir jafnvægi sálar og
líkama. Námskeið sem byrjar 13. janúar. Abba sér um megnið af tímunum en Arna Benný ætlar að dansa og djamma í
stóra salnum. Skráning er hafiin. Þetta er líka flott jólagjöf. Sjá
nánar.
10.12.2013
Dansinn hefur alltaf verið stór á Bjargi og eftir smá hlé er hann að fara aftur í gang eftir áramót. Arna Benný
Harðardóttir íþróttafræðingur er nýr Zumbakennari og mun byrja hér eftir 20. janúar. Hægt verður að kaupa sig bara
inní Zumbuna sem verður líklega tvisvar í viku til að byrja með. Við erum með einn glæsilegasta danssal landsins, parketgólf, engin
súla, gott svið fyrir kennarann, og svaka pláss fyrir þau sem koma og vilja sveifla sér almennilega.
09.12.2013
Það verður möguleiki á að kaupa dekurkort eftir áramót. Heitir boltatímar, Hot yoga, Body Balance og Zumba. Abba mun kenna
þessa tíma og Arna Benny kennir Zumbu. Frábær kostur fyrir þau sem elska heita salinn og vilja dansa líka.
Þrekkortið er svo annað kort sem verður í boði. Það inniheldur þrektíma kl 6:10, 8:15, hádegið og 16:30 og 18:30. Body
pumpið kemur inn og spinningtímar fylgja þessu korti og Zumba. Óli, Anna, og Tóta munu sjá um þrek, spinning og pump, Guðríður of
Andrea verða með og Arna Benny Zumbakennari. Nýtt útlit verður svo með aðgang að öllum þessum tímum. Þar verður
áfram fræðsla, mælingar og aðhald.
Tryggvi og Anný verða áfram með sína tíma og ætla að opna kortið þannig að fólk geti farið á milli spinning og
þrektíma.
Hóffa, Bryndís og Abba verða áfram með Hot yoga á sömu nótum, 5 tímar vikulega og svo bætast líklega tveir við sem tilheyra
dekurkorti Öbbu en verða opnir fyrir Hot yoga.
Body Balancinn verður áfram með sama sniði.
Auglýsing og nánari útskýringar eru á leiðinni.
Hot yoga áskorun verður í febrúar.
06.12.2013
Hvernig væri að koma á óvart og hefa mánaðarkort í tækjasalinn í jólagjöf? Aðeins 6900kr. tilvalið fyrir t.d.
unglinginn, kærustuna, ömmu eða pabba. 10 tíma kort í hot yoga fyrir 10000kr. er líka góður kostur eða Body Balance kort fyrir 15000kr,
mæting einu sinni í viku og gildir fram á vorið.
30.11.2013
Nú er að fækka aðeins í tímunum eins og gerist oft í desember. Abba og Óli ætla að gefa öllum sem vilja frítt í
spinning á föstudögum kl 17:15 í desember. Spilum jölalög í bland, kertaljós og kósíheit.
20.11.2013
Abba ætlar að vera með öðruvísi matreiðslukennslu núna. Jólamatur sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og allt
meðlæti og svo eftirréttur. Einhverjar smákökur fljóta með og hollt nammi.
Synikennsla og smakk fyrir alla. Þetta er svaka gott en líka þokkalega hollt allt saman og spennandi fyrir þá sem eru alltaf í sama farinu.
Hún ætlar líka að koma með hugmyndir að jólagjöfum, sniðugt og misódýrt, matarkins og eitthvað meira.
Þetta verður fimmtudaginn 28. nóvember kl 20 í kjallaranum á Bjargi og tekur bara rúma klukkustund. Verð er 1000 kr fyrir þau sem eru á
námskeiðinu Nýtt útlit en 1500 kr. fyrir aðra.
Skráning á blaði sem er á Bjargi eða í tölvupósti á abba@bjarg.is.
15.11.2013
Þetta er skemmtilegasta og besta æfingakerfi sem ég hef æft eftir, sagði einn viðskiptavinur um daginn. Hann átti við æfingu dagsins sem
Óli setur á töfluna í salnum tvisvar í viku, 4 æfingaprógrömm. Þannig að þrtta er eins og frí einkaþjalfun 4x
í viku og Óli er í salnum alla virka morgna frá 6-8, lengur á þriðjudögum og fimmtudögum og svo má alltaf spyrja hann og Öbbu ef
eitthvað er óljóst við æfinguna.