29.01.2015
Heiti rúllutíminn á mánudögum kl. 17:30 er opinn fyrir alla sem eiga þrekkort eða eru á einhverjum námskeiðum. Það er
frjálst fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi að mæta í alla opna tíma í tímatöflunni. Einnig er í lagi
að kíkja aðeins á milli námskeiða, Nýtt útlit og lífsstíll t.d. Það hangir uppi tímatafla á töflunni
hjá okkur þar sem við merkjum hver kennir og þar eru lokaðir tímar merktir með lit. Einnig hér á síðunni er hægt að
skoða alla tímana í tímatöflunni og lesa um þá hvernig þeir eru og hvort þeir eru opnir eða ekki. Það þarf að fara
í tímatöfluna og setja bendilinn á viðkomandi tíma og þá kemur útskýring.
27.01.2015
Skemmtilegir tímar sem eru alltaf jafn vinsælir enda erum við með tvo frábæra Zumbakennara. Arna Benný og Þórunn elska að dansa og
smita gleðinni út í salinn. Einfaldir dansar við flotta tónlist.
22.01.2015
Það var yfirfullt í Hot Fit tímanum á miðvikudag. Þetta er námskeiðstími en líka opinn til að fylla uppí. Ansi
margir fengu sömu hugmyndina og því miður þurftu þeir sem komu 10 mínútum of seint að snúa frá. Námskeiðskonurnar
ganga fyrir og eiga sitt pláss, Dekurnámskeið, nýtt útlit og fimm/tveir. Aðrir þurfa að taka númer í afgreiðslu næsta
miðvikudag. Einnig þarf að taka númer í flesta Hot yoga tíma núna í janúar. Síðan jafnast þetta út
þegar líður á febrúar, en auðvitað ætti það ekki að vera svo.
20.01.2015
Fólk sækir í hitann núna. Hot yoga er geysi vinsælt og um 20 manns í hverjum tíma. Við erum með 7 Hot yoga tíma
vikulega. Þeir eru á öllum tímum, kl. 6:10, 12:10, 16:20, 17:20 og 20:00. Hot yoga hentar öllum sem vilja liðkast, styrkjast, bæta
jafnvægið, líða betur andlega og líkamlega og slaka á í hitanum og rökkrinu. Aðrir heitir tímar eru Hot Fit tímarnir.
Við erum með 5 opna og 4 á lokuðum námskeiðum. Hot Fit er mjúk leikfimi í heitum sal. Eitthvað sem konur á öllum aldri elska og
þær flykkjast í þessa tíma. Heiti rúllutíminn er einu sinni í viku. Frábært sjálfsnudd og bandvefslosun fyrir
alla. Hvetjum íþróttafólk sérstaklega til að prufa þessa tíma og alla sem vilja læra réttu tökin á rúllunni og
litlu boltunum.
15.01.2015
Við erum búin að bjóða þeim 16 sem voru á biðlista inná Dekurnámskeiðið og nýtt útlit uppá tvo tíma
vikulega kl. 18:30 á mánudögum og 17:30 á miðvikudögum. Hægt er að skrá sig á þetta námskeið en fyrsti tíminn
var í gær. Þessir tímar eru opnir fyrir alla aðra sem eru á námskeiðum eða eiga þrekkort. Þannig að við erum
með 4 til 5 opna Hot Fit tíma vikulega og 4 lokaða. Geysi vinsælir tímar sem hafa slegið rækilega í gegn í kuldanum.
13.01.2015
Nú getum við sett inn Hot Fit tíma kl. 17:30 á miðvikudögum í staðinn fyrir Body Balance tímann sem fer úr heita salnum og í
kjallarann. Hann verður líklega líka notaður fyrir námskeiðin Nýtt útlit og dekur sem eru yfirfull.
13.01.2015
Vegna þrengsla ætlum við að færa Body Balance tímana niður í kjallarann í stærri sal. Hvetjum því alla gamla og nýja
aðdáendur að mæta á miðvikudaginn í kjallarann. Þar er nýtt gólf og allt nýmálað og flott. Tíminn
verður kl. 17:20
12.01.2015
Nýr lífsstíll byrjaði í dag en það eru 45 skráðar á það námskeið og alltaf sama stemmingin og stuðið
hjá þessum hóp. Þarna er fólk sem vill aðhald og mælingar, komast í form og vera í skemmtilegum hóp, læra á
rétt mataræði og réttu tökin í ræktinni. Á morgun byrjar Nýtt útlit kl. 16:20 og líka Gravity/bolti. Það er
hægt að komast að í Gravity/bolta en Nýtt útlit er vel fullt og verður hringt í biðlistann á morgun. Dekurnámskeiðið
byrjar á miðvikudaginn og er það líka vel fullt og vænn biðlisti. Því miður eru frekar fáir komnir á 5/2
námskeiðið sem á að byrja á miðvikudag. Einnig viljum við fá nokkra í viðbót á ketilbjöllunámskeiðið
sem á að byrja næsta fimmtudag.
06.01.2015
Gravitytíminn sem var á föstudögum verður framvegis á þriðjudögum kl. 16:30, opinn fyrir alla sem eiga þrekkort og eru á
námskeiðum. Dekurnámskeiðið verður líka 3x í viku kl. 16:30, ekki 16:20. Og því færist Body Balance tíminn
á miðvikudögum aftur og verður kl. 17:30 í næstu viku. Tíminn á morgun verður kl. 17:20. Þetta eru allr smá
tilfæringar og eru ástæðurnar af ýmsum toga. Heiti rúllutíminn verður líka 10 mínútum seinna á mánudögum
eða kl. 17:30. Tímataflan verður fullkláruð um helgina og allir tímar komnir á sinn stað.
05.01.2015
Abba ætlar að kenna nýjan Body Balance á miðvikudaginn kl. 17:20. Flott tónlist og fullt af góðum yogastöðum í
frábærum útfærslum. Pilates í kvið og bakæfingum og Tai chi í upphitun. Gerist ekki flottara.