Fréttir

Gaman í partýinu!

Það komu um 50 manns á Bjarg á laugardagskvöldinu og skemmtu sér við spjall og dans. Við erum ánægð með hvernig til tókst og eru myndir væntanlegar.

Páskar

Það verður lokað hjá okkur á föstudaginn langa og páskadag. Á skírdag og annan í páskum verður opið frá 10-14. Laugardagurinn er venjulegur dagur, opið frá 09-16 og allir tímar inni.

Það verður partý!

Já, nú skemmtum við okkur annað kvöld. Byrjum í heita pottinum kl 18:30 fyrir alla sem vilja. Annars mæting kl 20:00 fyrir þá sem ekki koma í pottinn.

Boltaæfingar

Það kom fyrirspurn inná gestabókinni hvort ekki væri hægt að setja upp myndir af boltaæfingunum. Þetta er eitthvað sem við höfum ætlað að gera sl. ár. Erum meira að segja búin að taka upp videó með bolta og teygjuæfingum.

2 karlar náðu 10% léttingu og 6 mánaða korti!

Karlapúlinu lauk í gær og tveir náðu 10% léttingu, annar þeirra fékk svo aðra 6 mánuði fyrir að léttast mest og losa sig við flesta sentimetra.

Sjö búnir að fá kort í Áskorun Bjargs 2006

Það virðist vera að 10% þeirra sem skráðu sig í Áskorun Bjargs 2006 séu að ná markmiðinu að létta sig um 10% af þyngd á 8 vikum. Margir eru nálægt þessu og þetta virkaði hvetjandi og kom fólki af stað.

Góður árangur hjá lífsstílshópum

Þrír hópar kláruðu í gær. Árangur var glæsilegur og 4 konur náðu 10% léttingu og fengu 6 mánaða kort: Ásta Eir, Brynja Björgvins, Inga Huld og Kristín. Afhentum einnig 9 þriggjamanaða kort í verðlaun fyrir bestu mætingu og flesta sentimetra og kíló farin í hverjum hóp.

Síðustu mælingar hjá lífsstílshópum og Síðubitum í dag

Nú er komið að lokum námskeiðanna og komið að lokamælingum. Það verður svo lokatími á miðvikudag hjá hópunum þremur og verðlaunaafhending. Karlapúlið klárast á fimmtudag og lokamæling hjá þeim á þriðjudag.

Góð stemming á Les Mills Workshop

Það var gaman í gær og allt gekk vel á workshopi Les Mills kennara. Stemmingin í tímunum var frábær, nýju prógrömmin spennandi og góð tónlist eins og vanalega. Kennararnir sem kenndu tímana 7 mega vera stoltir af sinni frammistöðu.

Guðfinna kemur!

Guðfinna Tryggvadóttir íþróttakennari er að koma á workshop um helgina, en ætlar að kenna tvo tíma í leiðinni. Hún kenndi hér á Bjargi í 5 ár og enn er fullt af fólki hér sem var í tímum hjá henni.