Fréttir

Heitt

Það er Hot yoga í dag kl. 17:30 og svo er Hot Fit á undan kl. 16:30 og líka í fyrramálið kl. 8:15.  Æðislegir tímar, góðir kennarar og notalegur salur.

Hot Fit og Þrek

Síðasti Hot Fit tíminn á þriðjudegi kl. 16:30 verður næsta þriðjudag. Þrektíminn a fimmtudögum kl. 17:30 er hættur.  Þetta er vegna þess að mætingin er ekki sem skildi sem er ofur eðlilegt yfir hásumarið.  Bendum á alla hina tímana eins og t.d. Body Pump, spinning og þrektíma.

Hot yoga og Zumba

Hot yoga tíminn á sunnudögum er hættur. Síðast komu bara rveir. Fín mæting er á þriðjudögum og sá tími verður áfram í sumar. Zumbatíminn á mánudögum er líka kominn í frí. 

Team Bjarg í WOW hjólreiðakeppninni.

Það eru 10 kappar að fara að taka þátt í hjólreiðakeppninni í kringum landið og kenna sig við Bjarg, Team Bjarg. Hægt er að heita á þá. http://www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=5851 Við óskum þeim alls hins besta en flestir þeirra tóku þátt í Bláa Lóns þrautinni með frábærum árangri. 

Breytingar á tímatöflu

Sumarleyfinu fara að nálgast hjá flestum og þá fækkar fólki á Bjargi. Síðasti Zumbatíminn verður næsta mánudag. Þrek tímarnir á mánudögum og fimmtudögum eru líka í hættu en fylgist vel með. Tíminn í dag verður úti kl. 17:30.

17. júní

Það verður lokað á Bjargi 17. júní.  Allir í skrúðgöngu. 

Úti í dag.

Það hlaut að koma að því að tíminn gæti verið úti  Þrektíminn í dag kl. 17:30 er úti í sólinni.

Rigning úti

Já,  það rignir og því verður þrektíminn inni í dag.😍

Inni, inni, inni

Veðrið er bara dásamlegt,  samt ætlar Óli að hafa þrektímann í dag og á fimmtudaginn inni. Hvetjum alla til að prufa góðan þrrktíma.