Fréttir

Áramótapartý Bjargs

 Áramótapartý Bjargs Miðvikudaginn 30.des kl 17:30-19 verður stuð á Bjargi - tíminn er opinn öllum sem vilja koma.  

Body Pump tíminn og þrekið kl. 6:10 falla niður.

Því miður getur Anna ekki kennt Body Pump næsta þriðjudag og tíminn fellur því niður. Þrektíminn kl.6:10 um morguninn fellur líka niður. 

Hjólaspinning kl 11:00 sunnudaginn 27.des

Það verður hjólaspinning kl 11 á morgun sunnudag. Um að gera að koma og taka vel á því :)

Tímatafla 2016

Drög að nýrri tímatöflu fyrir 2016 eru komin inn undir flipanum tímatafla.

Spennandi framhald.

Já,  eins og flestir vita þá eru spennandi tímar framundan hér á Bjargi. Nýir eigendur taka við um áramót. Frábært fólk sem er fullt af orku og nýjum hugmyndum. Abba og Óli verða í Svíþjóð um jólin en koma tilbaka fyrir áramótin.  Það verður kveðjutími á miðvikudeginum og í leiðinni fögnuður yfir nýjum eigendum. 

Opnunartímar um jól og áramót.

Það verða einhverjar breytingar á tímatöflu og opnunartíma um jól og áramót.  Skoðið vel tímatöfluna, hún verður uppfærð og henni má treysta.

Námskeið að klárast.

Nú eru öll námskeið búin nema Nýr lífsstíll,  þar eru 3 tímar eftir. Bendum öllum sem voru að klára önnur námskeið og vilja halda áfram að mæta í lífsstílstímana. Við ætlum að halda inni Gravity kl. 16:30 á fimmtudögum.  Svo bjóðum við öllum sem voru að klára námskeið að æfa frítt út árið.

Lokum kl 18 í dag.

Vegna ferlegrar veðurspár þá ætlum við að loka kl 18 í dag. Hot yoga, spinning og lífsstíls tíminn falla niður. Dekurtíminn kl 16:30 er inní og bendum við lífsstílsgellunum á að mæta þar ef þær geta.

Tækjasalurinn opinn til 14 í dag.

Tækjasalurinn verður opinn í dag til kl. 14. Ólatíminn verður kl. 9 en aðrir tímar falla niður vegna veðurs.