Þrekkort á Bjargi

Bjarg líkamsrækt opnir tímar þrekkortÞrekkort á Bjargi veitir aðgang að öllum opnum hóptímum, tækjasal, heitum pottum, og útisvæði alla daga sem opið er hjá okkur.
Tímataflan er vegleg og inniheldur um 35 mismunandi opna hóptíma.
Tímarnir eru frá kl. 6.05 á morgnana og þeir síðustu kl. 19:30 á kvöldin.  Fjölbreytnin er mikil og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Innifalið í þrek kortum:

  • Aðgangur að öllum opnum tímum í tímatöflu
  • Frjáls aðgangur að tækjasal
  • Æfingaáætlanir sem hægt er að fara eftir
  • Æfing dagsins á töflu 3x í viku
  • Heitir pottar, kalt kar og glæsileg útiaðstaða
  • Hugguleg setustofa og góð snyrtiaðstaða


Að auki fyrir árskorts/áskriftarkorthafa:
Boð fyrir vin í fría æfingaviku

Skólakort eru í boði fyrir námsmenn
framvísa þarf gildu skólaskírteini frá framhaldsskóla eða háskóla.

Við veitum 25% afslátt af kortum fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega og bjóðum einnig 10% maka/fjölskylduafslátt.

 
ÞrekkortAlmennt verðSkólakort
Stakur tími 2.000  
Helgarpassi 3.900  
Vikupassi 6.500  
10 tíma kort 15.900  
Mánaðarkort 13.200 10.500
3 mán 34.500 27.200
6 mán 58.200 45.500
9 mán skólakort   58.200
Árskort 89.000 71.500
Áskriftarkort 8.100/mán 6.600/mán
Pottur og gufa 600  

 

GREIÐSLUSKILMÁLAR:

Öll upp gefin verð miðast við staðgreiðslu.
Hægt er að dreifa greiðslum á kortum 6 mánaða eða lengri.
6 mánaða korti má skipta í að hámarki 3 greiðslur og árskorti í að hámarki 6 greiðslur.
Boðið er uppá greiðsludreifingu á kreditkort eða kröfur í heimabanka.
Gjald vegna krafna í heimabanka leggst ofaná hverja greiðslu (350 kr.)
Gjald vegna greiðsludreifingar á kreditkort leggst ofan á hverja greiðslu (750 kr)

Áskriftarkort er einnig vænlegur kostur. Þá er greitt fast gjald mánaðarlega allt árið.
Áskriftarkort innifelur allt það sama og árskort.
Gjaldið er innheimt með kröfu í heimabanka án innheimtugjalds..
Binditími á slíku korti er 1 ár. Eftir árið endurnýjast áskriftin sjálfkrafa, en er uppsegjanleg eftir að fyrsta ári lýkur.
Breytingar á upphæð mánaðargjalds fylgja breytingum á verðskrá hverju sinni.