Fréttir

Akureyrarmót í frjálsum

Það verður skemmtilegt mót í frjálsum á Þórsvellinum um helgina.  Keppt verður í nokkrum greinum í öllum aldursflokkum.  Hluti af besta frjálsíþróttafólki landsins mætir og þar á meðal okkar kona, Hafdís Sigurðardóttir.  Hún varð þrefaldur Ílslandsmeistari um síðustu helgi og er besti spretthlaupari landsins í dag og einnig langstökkvari.  Kolbeinn Höður stefnir hratt uppávið og er stutt á eftir þeim bestu í 100-400m hlaupum.  Hvetjum alla til að koma og horfa á okkar bestu frjálsíþróttamenn keppa, mótið hefst kl 12:00 á laugardag.

Zumba og Body Balance

Nú er sumarleyfistíminn að ná hámarki og því falla þrír tímar niður í þessari viku: Zumba mánudaginn 16. júlí Body Balance miðvikudaginn 18. júlí Zumba fimmtudaginn 19. júlí

Bjargvættir í frí

Sonja, Óli og Rannveig eru farin í frí frá hlaupatímanum en við hvetjum alla til að mæta og hlaupa saman.

Gestakennari í spinning

Sigþór Árnason , kennari í Hress í Hafnarfirði, verður með spinningtímann á fimmtudaginn kl 17:15.  Hress er ein af okkar samstarfsstöðvum á landinu og gilda kortin þeirra hjá okkur og öfugt. 

CrossFit

Óli er farinn í frí frá CrossFit tímanum á mánudagsmorgnum. Nýr Gravitytími er kominn inn kl 16:30 á miðvikudögum, Abba og Hóffa kenna. 

Akureyrarhlaupið

Hvetjum alla til að taka þátt í Akureyrarhlaupinu 5. júlí.  10 km hlaupið er Íslandsmeistaramót í leiðinni og því mikilvægt að þátttaka verði góð og umgjörðin flott.  Kári Steinn er væntanlegur og stefnir á Íslandsmet sem er frá 1983.  Rannveig, Sonja, Sigga og allar hinar stelpurnar verða með og allir strákarnir.  Það er aldursflokkakeppni, 15 ára og yngri í 5 og 10 km, 16-39 og 40 + í 5, 10 og 21 km.  Skráið ykkur sem fyrst inná hlaup.is.  Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og fullt af útdráttarvinningum.

Einn Body Fit boltatími eftir

Síðasti Body Fit tíminn í sumar verður á fimmtudag kl 8:15.  Við ætlum að halda Hot Yoga tímanum á þriðjudagsmorgnum eitthvað áfram, 2-3 tíma í viðbót.  Abba, Bryndís og Hóffa eru að fara saman í gönguferð um miðjan júní og þá verður enginn til að kenna.  Annars er bærileg mæting í aðra tíma miðað við veður og árstíma.

Opinn Gravitytími

Vaxtamótunarnámskeiðin Nýtt útlit klárast á morgun.  Þá verður pláss fyrir opinn Gravitytíma á miðvikudögum kl 16:30.  Fyrsti tíminn verður ekki næsta miðvikudag heldur hinn.  Munið að skráning í opna Gravitytíma hefst á laugardögum, þannig að það verður skráð í nýja tímann næsta laugardag.  Abba og Hóffa munu kenna þessa tíma að mestu og gera allt sem þeim dettur í hug, frekar erfiðir tímar en henta öllum því þú stillir álagið sjálfur.

Hádegistímar á Bjargi

Fáar líkamsræktarstöðvar geta boðið uppá jafn skemmtilega aðstöðu og Bjarg á sumrin.  Útitímarnir á pallinum eru einstakir.  Hádegistíminn er úti alltaf þegar veður leyfir, einnig Zumban á laugardögum.  Tímarnir í hádeginu eru fjölbreyttir þrektímar og sjá 5 kennarar um þessa tíma í sumar til að tryggja fjölbreytnina. 

Hot Yoga

Erum enn með tvo Hot Yoga tíma í gangi á þriðjudögum.  Á morgnana kl 8:15 og seinni partinn kl 17:30.  Nú eru tímarnir ekki troðfullir og því tilvalið fyrir þá sem ekki hafa lagt í að prufa þessa frábæru tíma að gera það.