26.03.2012
Þrátt fyrir góða veðrið komu tæplega 40 manns í Ólatímann á laugardag og Body Balancetíminn er alltaf vel fullur.
Sunnudagstíminn hjá Tryggva hefur slegið í gegn og hentar öllum. Spinning í 45 mínútur og styrktarhringur í 30 mínútur
á eftir. 30 mínúna spinnintímarnir á mánudögum og miðvikudögum hafa virkað vel og CXWORX core tíminn á eftir í
30 mín. Frábær blanda sem við munum örugglega halda áfram með.
22.03.2012
Anna frumflutti nýtt Combat á miðvikudag. Frábært og öflugt kerfi sem allir þurfa að prufa. Bardagaþema, fullt af góðum
æfingum og mikið þol. Kennt á miðvikudögm kl 17:15.
22.03.2012
Við munum endurskoða tímatöfluna eftir páska og fækka tímum eitthvað. Flestir tímar eru vel sóttir en við viljum helst sjá
vel yfir 10 manns í tímum til að halda þeim inni. Námskeiðum fer líka fækkandi með hækkandi sól. Munum halda áfram
með lífsstil og Gravity eftir páska.
20.03.2012
Við mælum með fyrirlestri Ingu Lóu hér á Bjargi á morgun kl 20:00. Hún segir okkur hvað þarf að varast varðandi aukaefni
í mat. Msg, aspartam, glúten og fleira. 1000kr fyrir korthafa á Bjargi.
12.03.2012
Abba og Anna ætla að frumflytja nýtt CXWORX í hádeginu á morgun. Æðislega öflugt og skemmtilegt kerfi fyrir kjarna líkamans.
Áskoranir um að klára erfiðar æfingar en líka auðveldari möguleikar. Þú finnur mun eftir tvo til 3 tíma. Happdrætti
í lok tímans.
08.03.2012
Búið er að frumflytja nýtt Body Pump og Body Step. Hvetjum alla til að prufa þessa tíma. Pumpið er vinsælasti hóptimi veraldar og
kenndur út um allan heim. Sama má segja um steppið. Það er pallatími með áherslu á styrk og þol. Einföld spor en
fullt af flottum æfingum og áskorunum. Ef þú vilt stynnari rass, sterkan kjarna, flott læri og meira þol þá er Body Step tími fyrir
þig.
05.03.2012
Það eru of fáir að mæta í Hot Yoga á sunnudögum miðað við kostnað og umstang. Við ætlum samt að gefa tímanum
séns og færa hann til um klukkutíma. Tíminn næsta sunnudag verður því kl 10:05 og kennarinn lætur vita í upphafi tímans
hvort hann verður í 60 mínútur eða lengri. Klukkutíma tímarnir virðast vera vinsælastir þó kennurunum þyki 90
mínúturnar bestar. Það þarf ekki að skrá sig í þessa tíma, bara mæta. Allir sem æfa íþróttir
á Akureyri innan IBA geta komið í þennan tíma og borga aðeins 500kr.
02.03.2012
Karlarnir kláruðu 6 vikna áskorunina í morgun og konurnar í síðustu viku. Þetta er áskorun fyrir fólk sem treystir sér til
að æfa 6x í viku, komast í gott form og losna við síðustu 4-6 kílóin. Meðallétting á báðum
námskeiðunum var um 4 kíló en sentimetrarnir fuku og þolið, styrkurinn og brosið hafði aukist. Annað námskeið hófst hjá
stelpunum á þriðjudag og nýtt karlanámskeið fer af stað eftir rúma viku.
02.03.2012
Næstu Gravitynámskeið hefjast 12. og 13. mars. Opið námskeið fyrir alla verður kl 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.
Vefjagitarhóparnir eru á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 og 18:30. Fullt er á þau námskeið sem byrja 5. mars. Svo er
námskeið kl 8:30 þrisvar í viku sem við köllum Gravity extra. Þar eru tveir Gravitytímar í boði og einn útitími.
Þetta námskeið er hugsað fyrir þau sem eru allt að 30 kílóum of þung. Ætlum að prufa hvort við fáum skráningu á
Gravitynámskeið kl 6:15 á morgnana tvisvar í viku. Skráning er í gangi á öll þessi námskeið.
29.02.2012
Camilo, danskennari frá Kúbu verður með salsakynningu í Zumbatímanum á morgun kl 18:30. Tíminn er opinn fyrir alla sem vilja prufa. Hann
hefur verið með námskeið hér á Bjargi undanfarið og verður árfam að kenna Kúbu salsa. Frábær kennari og flottir dansar.