Fréttir

Euró - Þrek!

Laugardaginn n.k. mun Ólatími breytast í Eurovision þrek þar sem Anný og Tryggvi munu púla við gamla og nýja Eurovisionslagara. Tíminn er opinn fyrir alla. Sjáumst hress og kát og hitum okkur upp fyrir kvöldið :)

Hlaupakveðja!

Við Óli erum búin að vera í rúma viku í útlöndum og eigum viku eftir. Erum í æfingabúðum fyrir sumarið. Höfum frétt af frábærri mætingu í hjólahópinn svo við verðum allavega að taka eina hjólaæfingu,

Sumartafla!

Í dag tekur sumartaflan okkar gildi. Hún er fjölbreytt að venju en hægt er að velja um 25 opnatíma fyrir korthafa stöðvarinnar auk þess sem hjólahópur hjólar héðan tvisvar í viku og hlaupahópur UFA hleypur eins og á hverju sumri. Auk þess höfum við bætt...

HJÓLA, HJÓLA----

Hjólahópurinn hóaði á fyrstu æfingu í gær og mættu 14 manns. Byrjum formlega í næstu viku. Hvetjum fólk til að vera með, en vörum jafnframt við að hópurinn er ekki fyrir byrjendur.

Tæp 3 ár í verðlaun

Abba var örlát á verðlaunin hjá lífsstílshópunum að vanda. Ein fékk 9 mánuði og tvær 8 mánuði í verðlaun, 3 fengu svo 3 mánaða kort á Bjarg.

Body Jam

Gerður og Abba voru með fínan Body Jam tíma á föstudag en það mættu bara þrjár konur. Svo við höfum ákveðið að hætta með Jammið á föstudögum en Gerður ætlar að halda áfram og vera með tíma á laugardögum kl 13:00 fyrir dansáhugafólk.