Fréttir

Hot yoga áskorun

Stór hópur er komin í Hot yoga áskorunina í september.  Við byrjum á morgun kl. 16:30.  Smá breyting er á morguntímanum á þriðjudögum hann verður kl. 9:15 og kvöldtíminn á miðvikudögum er kl. 20.00 ekki 20:30.  Annað er eins og var auglýst.  Jógakennararnir eru spenntir að byrja og spennandi verður að fylgjast með fólkinu sem kemur, framförum og bættri líðan. 

Allt að byrja

Opna vikan er að baki og nú fer allt í gang.  Frítt verður í Dalily Hiit kl. 6:10 í næstu viku hjá Öddu Þóru og Tótu fyrir alla sem vilja prufa skemmtilega morguntíma.  Það verður líka opið fyrir þá sem vilja prufa hádegisþrekið í næstu viku og skvísur og stælgæja kl 16:30.  Frjálst er að prufa súperspinning á sunnudögum hjá Önnu.   Enn er laust í einhverja hópa og sumir eru fullir.  Ekki hika við að hafa samband og kanna málið.

Bjargþrekið

Stóri þrektíminn á laugardagsmorgnum kl. 9 sem enginn má missa af.  Krakkarnir geta farið í krakkajóga á meðan og svo fara allir í pottinn á eftir.  Hljómar vel, er það ekki?

Æðislegir rúllutímar!

Fólkið kemur í sæluvímu út úr heitu rúllutímunum.  Sjálfsnud af bestu gerð í hita og notalegheitum.  10 tíma kort á 10.000 kr. 

Skólakort

Við ætlum að gera extra vel við alla nemendur í grunnskólum og framhaldsskólum og bjóða þeim kort í tækjasal fyrir 35.000 kr. árið.  Kortinu fylgir 10 tíma gatakort í Hot yoga.  Þessi kort eru komin í sölu.  Athugið að viskiptavinir þurfa að verða 14 ára á árinu til að geta keypt kort.

Gaman í Hot yoga.

Já, það var fullur salur í Hot yoga kl 20 í kvöld, bjuggumst ekki alveg við því.  En það eru alltaf fleiri og fleiri að uppgötva hvað það er gott að koma inní hitann.  Góð skráning er í áskorunina í september og við erum spennt að heyra í fólki eftir þann tíma, hver ávinningurinn verður.

Prufið þrektíma!

Við hvetjum alla til að prufa þrektíma í nýja, flotta salnum.  Óli verður með einn á morgun kl 16:30.  Anna ætlar að pumpa stangirnar 2x á morgun og Andrea og Guðríður munu hafa gaman saman úti 2x á morgun, þær fara frá Bjargi kl. 8 og 12.  Það er löngu orðið fullt í mjúkleikfimina og kominn dágóður biðlisti.  Sjúkraþjálfararnir verða með kynningartíma á morgun kl 17:30.  Hentar öllum sem eru með stoðkerfisvandamál og vefjagigt.

Bjargþrekið fylgir öllum kortum í tækjasal.

Ef þú kaupir kort í tækjasainn þá fylgir Bjargþrekið með sem er stór þrektími á laugardagsmorgnum kl. 9.

Tækjasalur fylgir hóptímum!

Allir sem kaupa hóptíma 3x í viku í 15 eða 16 vikur eiga kost á fríu korti í tækjasal fram að áramótum.  Það er hægt að kaupa þessa hóptíma hjá einum kennara, tveimur eða þremur.  T.d. einn spinningtíma, einn þrektíma og einn Body Pump.  Bjargþrekið fylgir þá með og frjáls mæting í tækjasal.

Nýr kennari

Hvernig væri að prufa tima hjá Oda?  Hann kennir 8:15 í fyrramálið og mun gera eitthvað skemmtilegt og öðruvísi.  Í hádeginu á morgun er heitur rúllutími, hann sló í gegn í gær, sjálfsnudd af bestu gerð.  Þrektími hjá Tryggva er upplifun og þá sérstaklega í nýja salnum.  Hóffa verður með yndislegan Body Balance kl. 17:30 og Hot yoga fyrir þá sem vinna lengi verður kl 20.