Fréttir

Body Balance

Síðasti Body Balance tíminn á laugardegi er á morgun.  Abba fer út með tímann ef veðrið verður gott.  Það verður Body Balance á miðvikudögum kl 17:30 í allt sumar.  Einstaklega vel samsettir tímar þar sem við hitum upp með Tai Chi æfingum og sólarhyllingu úr Yoga.  Síðan er farið í góðar Yogastöður sem styrkjja allan líkamann og kenna okkur að umgangast musterið sem við búum í.  Kvið og bakæfingar koma að mestu úr Pilates og svo er alltaf góð slökun í lokin.

Skólakortin í sölu

Afsláttarkortin til framhaldsskólanna hafa verið í sölu allan mánuðinn og verða áfram.  Allir sem skrifuðu sig á listana og verða ekki búnir að borga 10. júní fá reikning í heimabanka. 

Bjargvættir halda áfram

Hlaupanámskeiðinu lauk í dag.  En það er hugur í fólki og Sonja, Rannveig og Óli ætla að halda áfram með tíma frá Bjargi á mánudögum og fimmtudögum kl 17:15 og svo er hugmynd um þriðja tímann í Kjarna, kemur í ljós hvenær.  Tímarnir verða opnir fyrir alla sem eiga kort á Bjargi svo nú er um að gera að skella sér út þegar tímum er að fækka hjá okkur inni.  Þeir sem ekki eiga kort geta keypt kreppukort á 5500kr og fengið þannig aðgang að hlaupahópnum og öllum öðrum tímum og aðstöðu á Bjargi.

Nýtt útlit

Nýja vaxtamótunarnámskeiðið hefur alveg slegið í gegn.  Síðasti tíminn hjá þeim sem eru að klára er á þriðjudag og svo byrja tvö ný námskeið á miðvikudaginn.  Abba verður með happdrætti í lokatímanum og kökusmakk og svaladrykk. 

Breyting á opnun

Föstudaginn 1. júní breytist opnunartíminn hjá okkur.  Þann dag verður opið frá 6-14.  Á laugardögum frá 9-13 og lokað á sunnudögum.  Á mánudögum og miðvikudögum verður opið frá 6-19:30 og á þriðjudögum og fimmtudögum frá 8-14 og 16-19:30.  Þetta byggjum við á reynslu síðustu ára.  Það eru fáir að mæta um miðjan daginn og á sunnudögum og snemma á þriðjudögum og fimmtudögum.  Við bjóðum í staðinn frábær kjör á mánaðarkortum út sumarið, 5500kr og þeir sem eiga kreppukort geta æft þegar það er opið, óháð tíma.

Fyrsti útitíminn

Tryggvi var með útitíma í hádeginu í gær, æðislegt.  Hádegishópurinn hér er sá hópur sem fær oftast að vera úti.  Dansinn á laugardögum kl 11 er líka oft á útipallinum.  Sumarið er því komið og verður að sjálfsögðu gott og gjöfult.

Ný tímatafla tekur við 4. júní

Sumarið nálgast og sumarfríin taka við og ferðalög.  Við mætum því með færri tímum seinni partinn en höldum inni megninu af morguntímunum sem voru í vetur og hádegistíminn verður á sínum stað 3x í viku.  Sumartaflan er enn í vinnslu því sumir tímar eru að stækka aftur og því möguleiki að halda þeim inni í júní.  Sumartaflan tekur við 4. júní.

Lokað á sunnudag

Það eru endalausir frídagar um þessar mundir.  Við verðum með lokað á Hvítasunnudag en á annan í hvítasunnu verður tækjasalurinn opinn frá 10-13, engir tímar verða í boði.

Tvö námkeið

Það troðfylltist aftur á nýja námskeiðið Nýtt útlit hjá Öbbu og verða því tveir hópar í gangi.  Annar kl 16:30 4x í viku.  Hinn hópurinn verður kl 17:30 á mánudögum og miðvikudögum en 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.  Geggjuð blanda af tímum og þú finnur árangur ansi fljótt ef þú mætir 4x í viku.  Þetta eru síðustu námskeiðin fyrir sumarfrí.

Breyting á opnunartíma í sumar.

Við munum opna kl 6;00 þrisvar sinnum í viku frá 1. júní.  Á þriðjudögum og fimmtudögum verður opið frá 8:00-14 og svo aftur frá 16-19:30. Mánudaga og miðvikudaga verður opið frá 6-19:30 en styttra á föstudögum.  Reynsla síðustu ára er sú að það eru mjög fáir að æfa um miðjan daginn og líka eftir kl 19 á kvöldin.  Eftir hádegi á föstudögum sáust fáir og líka snemma á morgnana á þriðjudögum og fimmtudögum.