Fréttir

2 hópar í Zumbu og pott í kvöld.

Zumban er vinsæl núna og Eva var að kenna í MA í dag og kom svo hingað og tók tvo hópa sem voru að fara í pott og eitthvað meira á eftir. Annar hópurinn tók nuddið með sem er æðislega gott.

Tryggvi með Ólatímann á morgunn!

Óli verður fjarverandi næstu 3 laugardaga og því spennandi að sjá hverjir fá að spreyta sig að kenna þessa tíma. Tryggvi mun kenna á morgunn og líklega líka þarnæsta laugardag.

Hot Yoga í hádeginu á föstudag

Hádegistíminn næsta föstudag verður í hitanum í kjallaranum. Abba ætlar að hafa einn stuttan en þokkalega öflugan jóga tíma. Opið fyrir alla, pláss fyrir 30 hámark og mætið berfætt með nóg af vatni.

Body Jam 12:30 á þriðjudögum

Gerður hefur boðið uppá Body Jam í hádeginu á þriðjudögum. Hún er að dansa fyrir sig og þá sem vilja skemmta sér í hádeginu.

3 opnir Hot Yoga tímar á þriðjudögum

Nú er hægt að velja um 3 opna Hot Yoga tíma á þriðjudögum. Höfum bætt við 08:30 tímanum og er hann 75 mínútur eins og 09:45 tíminn. Tímuinn kl 18 er 60 mínútur og léttari en aðrir

Body Fit boltatíminn yfir á fimmtudaga

Við höfum fært Body Fit boltatímann yfir á fimmtudaga kl 08:15. Hann verður í salnum niðri og við munum hita hann uppí ca 30° sem er gott fyrir boltavinnuna. Þessir tímar hafa fengið lofsamlega umsögn og hvetjum við alla til að prufa.

Strákarnir að massa þetta!

Það eru 3 lið að keppast í karláskorun Bjargs. Nýjustu fréttir frá ráðgjafa þeirra í mataræði og æfingum (Sonja Sif) er að líklega 4 eða fleiri nái 10% léttingu á

Reynir reyndi við Zumbu á Bjargi

Reynir er með þátt á N4 þar sem hann reynir hitt og þetta. Í gær kenndi hann rúmlega 50 konum á Bjargi Zumbu. Drengurinn fór á kostum og kom með nýtt spor sem hann kallar markmaðurinn, bara skjóta mjöðmunum í boltann.

Skemmtilegt Attack

Stelpurnar í 6x6x6 áskoruninni fylltu tímana í Body Vive og Body Attack á föstudaginn. Þær eru að standa sig frábærlega og fyrsta vikan fór vel af stað. Þær eiga að mæta 6x í viku og helst

Gravity og CrossFit

Námskeiðin tvö í Gravity og CrossFit sem áttu að byrja á mánudaginn kl 06:15 frestast bæði um viku. Það eru laus pláss á þau bæði.