Tækjasalur

Tækjasalurinn okkar er stór og bjartur og vel búinn tækjum og brettum frá Life Fitness. 

Í boði eru mismunandi æfingaáætlanir við allra hæfi, byrjendur sem lengra komna. Öll tækin eru númeruð sem gerir lífið léttara og auðveldara að fara eftir æfingaplaninu. Einnig er æfing dagsins á töflunni í salnum þar sem þjálfarar okkar skiptast á að setja æfingar og nýjar áskoranir. 

Salirnir okkar eru opnir fyrir alla þegar ekki eru skipulagðir tímar í gangi og margir sem nýta sér að taka æfinguna í hóptímasölunum eða slaka og teygja í volga salnum. 

Teygjusalurinn er á efri hæðinni. 

 Bjarg salurTækjasalur lóðBjarg salur

Bjarg salur