Fréttir

Gleðilegt ár

Óskum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla. Takk til ykkar sem mættuð í áramótatímanum þann 30. og í Hot yoga. Elvar, Birna og Hóffa kenndu með Öbbu og Óla. Tveir góðir happdrættisvinningar voru dregnir út. Á gamlársdag var svo allt undirlagt í hlaupunum sem tóku þátt í Gamlárshlaupi UFA.

Elvar í heimsókn!

Elvar Guðmundsson sem kenndi Hot yoga hér á Bjargi 2011 er í heimsókn á Akureyri yfir jólin.  Hann mun kenna Hot yoga sunnudaginn 28. des. kl. 11.  Við erum að hugsa um að vera með áramótatíma í Hot yoga þriðjudaginn 30. des. á undan stóra þrektímanum.  Byrjum 16:30 og kannski verða 2 til 3 kennarar sem skiptast á að kenna.  Mætum í góðu áramótaskapi og förum í öflugt Hot yoga þar sem við gerum kannski eitthvað öðruvísi.

Spinning á annan í jólum.

Óli ætlar að vera með jólaspinning á annan í jólum kl. 10:30. Allir velkomnir meðan hjólin endast.

Ketilbjöllunámskeið

Tryggvi verður með 4 vikna ketilbjöllunámskeið á nýju ári.  Frábært tækifæri fyrir alla sem vilja læra réttu tæknina og auka styrk sinn svo um munar.  Kennslan verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:45.  Skráðu þig strax og æfðu frítt fram að námskeiði sem byrjar 15. janúar.  Takmarkaður fjöldi.

Gravity 18:30

Bendum fólki á að það er oðið í Gravity/boltatímana kl 18:30 á þriðjudögum og fimmtudögum þessa viku. Þetta eru lokatímar í námskeiði og nóg pláss fyrir fleiri. Tímataflan hefur minnkað verulega núna í desember en stækkar aftur 5. janúar.

opið á morgun.

Óli mætir kl. 6 í fyrramálið og það verður spinning kl. 8:15. Heiti tíminn kl. 8:15 fellur niður.

LOKAÐ, LOKAÐ

Já, það er allt á kafi í snjó og við ætlum að hafa vit fyrir ykkur.  Það er best að vera heima í dag og taka nokkrar armbeygjur, kviðæfingar og hnébeygjur,  Þið sem búið á tveimur hæðum hlaupið nokkrar ferðir í stiganum.  Það verður semsagt lokað á Bjargi í dag, sunnudaginn 14.des.

Hot yoga á morgun

Það var fullt af fólki í Ólatíma hjá Tryggva í morgun kl 9.  Við reiknum líka með góðum hóp í Hot yoga á morgun kl 11.  Þessir tímar munum halda sér allar helgar fram að jólum og milli jóla og nýárs.  Annars erum við búin að ákveða dagskrána og opnunina fram yfir áramót.

opið í dag.

Við opnuðum kl. 6 í morgun og það komu 4 valkyrjur í Hot yoga og þrír í salinn. Við verðum með opið til 23 eins og vanalega og allir tímar inni.

Opið í alla tíma

Núna geta þrekkortshafar farið í alla tíma sem eru í tímatöflunni fram að áramótum.  Þá erum við að meina lokuðu námskeiðin líka.  það er alltaf léleg mæting síðustu vikurnar og því bara skemmtilegra fyrir þau sem halda út að fá nokkra gesti í tímana.  Lífsstíllinn klárast á fimmtudaginn.  Hin námskeiðin verða lengur og þau síðustu klárast 17. og 18. des.