Fréttir

Heitur rúllutími fellur niður

það verður ekkert rúllað í dag. Nýtt lokað námskeið byrjar 10. apríl, næsti opni mánudagstími 13. apríl Hlökkum til að sjá ykkur Gleðilega páska Andrea og Guðríður

Páskar á Bjargi.

Það verður lokað hjá okkur föstdaginn langa og á páskadag. Á skírdag og annan í páskum er opið frá 10 til 13. Engir Hóptímar verða í boði. Allir tímar eru inni á laugardeginum og opið frá 9 til 16. Hot yoga kl 20 miðvikudaginn fyrir skírdag fellur niður.

Body Balance fellur niðut.

Body Balance tíminn næsta miðvikudag fellur niður.  Bendum á Hot Fit tímann kl. 17:30 í staðinn.

Dekrið opið á föstudögum

Dekurnámskeiðið er fyrir konur 50 ára og eldri og yngri konur sem eru með vefjagigt og einhver vandamál.  Lúmskir, volgir tímar tvisvar í viku og einn þrektími á efri hæðinni.  Tíminn á föstudögum kl. 16:30 er volgur Hot Fit tími hjá Öbbu.  Það er alveg pláss fyrir fleiri skvísur því námskeiðskonurnar mæta aldrei allar á föstudögum.  Þannig að við ætlum að opna þennan tíma fyrir konur sem vilja hreyfa sig á föstudögum í skemmtileghum félagsskap.

Hot Fit

Það eru 4 opnir Hot Fit tímar í tímatöflunni og allir vel sóttir nema einn, kl. 18:30 á mánudögum.  Það verður einn tími í viðbót, næsta mánudag og hann verður mjög líklega sá síðasti. Við settum þennan tíma inn til að mæta biðlistanum inná Dekurnámskeiðið og Nýtt útlit og höfðum hann opinn til að fylla uppí.  Einnig er spinningtíminn á fimmtudögum kl. 18:30 fámennur á okkar spinningmælikvarða þar sem oftast eru milli 30 og 40 í tíma.  Á fimmtudögum eru í kringum 10 manns að mæta og við munum taka þennan tíma út í apríl.  Síðan er möguleiki á því að við fækkum Body Balance tímunum niður í einn á viku eftir 1. apríl.

Uppgjör eftir fyrstu 8 vikurnar í lífsstíl

Frábær árangur náðist á 8 vikum hjá lífsstílnum.  Hópurinn er frábær og Abba, Hóffa og Anna njóta þess í botn að kenna þessum ofurkonum.  Fyrir 10% léttingu á 8 vikum eru verðlaunin 6 mánaða þrekkort að verðmæti 49.000 kr. og það voru tvær dömur sem náðu þessu núna Inga Huld Pálsdóttir og Anna Haraldsdóttir.  Þær voru jafnar með hlutfallslega flest kíló farin og fengu því tvo mánuði extra fyrir það og Anna var með flesta sentimetra farna og fékk aðra tvo mánuði þar.  Hafdís Unnsteinsdóttir krækti í mætingaverðlaunin og svo voru svakalega flott utdráttarverðlaun.  Jóhanna Bára Þórisdóttir listakona er í hópnum og hún gaf mynd sem hún málar af kindarössum og Súlur í baksýn.  Abba gaf krúttklút og Bjarg mánaðarkort. Til hamingju allar með flottar fyrstu 8 vikur.  Þær seinni verða bara enn skemmtilegri.

Body Pump

Hvernig væri að prufa einn vinsælasta hóptíma í heiminum?  Body Pump eru lyftingar með stöng og laus lóð í klukkutíma.  Kennarinn fer eftir ákveðnu prógrammi sem breytist á þriggja mánaða fresti.  Flott tónlist, öðruvísi samsetningar, fullt af hugmyndum fyrir þá sem vilja breyta til í lyftingasalnum.  Góðar kviðæfingar og teygjur.  Anna Ársælsdóttir kennir þessa tíma hér og er einn reyndasti Body Pump kennari landsins.  Tíminn er á þriðjudögum kl. 17:30 og hentar öllum.

Lífsstíll

Fyrstu 8 vikurnar á Lífsstílsnámskeiðinu klkárast 9. mars.  Það er keppni og spenna í hópnum.  Sumar eru að keppast við 10% léttingu og aðrar við að massa sentimetrana.  Við munum mæla og vigta fram á síðasta dag.  Verðlaunaafhending fyrir fyrstu 8 vikurnar fer fram mánudaginn 9. mars að loknum tíma.  6 mánaða þrekkort er í verðlaun fyrir 10% léttingu á 8 vikum, 49.000 króna virði.  Námskeiðið er 15 vikur og mun klárast í kringum 4 maí.  Getur verið að við lengjum það þannig að hægt sé að keppa um 8 vikna verðlaunin og klárum þá 11. maí.

Hádegisyoga

Síðasti hádegisyogatíminn var sl. föstudag.  Takk til ykkar sem alltaf komu, en við þurfum helst fleiri en 10 í tíma til að halda þeim inní töflunni.