Fréttir

Skemmtileg áramótagleði!

Um 70 manns komu í áramótatímann í gær. Hóffa stjórnaði upphitun og marseraði með hópinn um allt hús og lét öllum illum látum. Eftir það var hópnum skipt á 4 staði og Binni hjólaði, Jóna sá um Body Attack, Anna og Birgitta pumpuðu lóðin með liðinu og Hóffa var með Body Step.

Fullt af gleðitímum milli jóla og nýárs

Það hefur alltaf verið góð aðsókn í tíma milli jóla og nýárs. Núna verðum við með áramótagleðina á mánudegi. Það verður 2 klst tími 29. des. kl 17:00.

Góður árangur á lífsstílsnámskeiðum

Það var góður árangur á lífsstílsnámskeiðinu sem var að klárast á mánudaginn. Margar voru að losa sig við um 4-14 kíló á 13 vikum, sentimetrarnir fuku, 6 náðu 10% léttingu eða meira á 13 vikum og vonandi lærðu allir eithvað varðandi hollt líferni.

Hádegisþrek í krullu

Hádegishópnum er boðið í Krullu mánudagskvöldið 8. des. kl. 19:30 í skautahöllinni. Davíð Valsson er sá sem býður og mun hann og hans vinir leiðbeina hópnum. Ætlunin er að fara á Bláu könnuna á eftir en krullan mun taka um 1-2 klst. Þessu boði er ekki hægt að hafna, skráning á Bjargi.

Jól og áramót á Bjargi

Það eru nokkrir farnir að spyrja um hvernig verður opið um jól og áramót. Við lokum aðeins í 4 daga alls. Allt um þetta hér til hægri undir jól á Bjargi. Við höfum alltaf verið með gleði um áramótin og það verður enn meira núna.

Skemmtilegt hláturjóga

Það kom góður hópur í hádeginu í gær og hló og lék sér með Kristjáni hláturjóga leiðbeinanda. Hann er tilbúin að fara út í fyrirtæki og taka að sér hópa í óvissuferðum eða annarri hópeflingu.

Námskeið 2009

Skráning á lífsstílsnámskeið næsta árs hefst 24. nóvember. Byrjum líka að skrá á Gravitynámskeið og Bjargboltann þann dag. Lífsstíllinn og Gravity námskeiðin hefjast 12. janúar, boltinn 20. janúar. Lesið nánar um námskeiðin 2009 undir næstu námskeið í stikunni til hægri.

Kreppukortin vinsæl

Kreppukortin hafa selst vel og fólk verið þakklátt fyrir þetta góða boð. Við ætlum að bjóða þau áfram út árið og sjá svo til.

Rokk, rokk, rokk

Binni verður með brjálað rokkþema í spinning í dag kl 17:30. Allar sortir af rokki frá öllum tímum. Hann mætir að sjálfsögðu með sólgleraugun og í viðeigandi dressi.

Vinsælir tímar

Það er alltaf fullt í öllum spinningtímum og súperspinningtíminn á sunnudaginn var líka fullur. Spinning er frábær þjálfun og gott að koma og losa um spennuna, svitna í myrkrinu og hlusta á góða tónlist.