10.05.2012
Spinningtíminn á mánudögum kl 18:30 og CXWORX tíminn þar á eftir eru hættir. Einnig súperkeyrslan á miðvikudögum kl
17:30. Skoðið vel tímatöfluna og prufið tíma sem þið hafið ekki gefið séns. Hot Yoga á þriðjudögum t.d.
tími sem kemur á óvart og Body Fit á mánudögum kl 17:30, sjóðheitur boltatími þar sem við notum foamrúllurnar með og
nuddum líkamannn um leið og við gerum góðar styrkjandi æfingar.
10.05.2012
Við höfum verið með fulla skráningu í tvo hópa í vefjagigtargravity í allan vetur. Þær voru að klára
námskeiðin í gær. Við ætlum að bjóða uppá eitt námskeið í viðbót fyrir sumarfrí sem mun byrja næsta
mánudag kl 17:30. Námskeiðið er hugsað fyrir fólk með vefjagigt og önnur stoðkerfisvandamál. Sjúkraþjálfarar
kenna.
10.05.2012
Við erum í sumarskapi og það er afmæli hjá Akureyrarbæ í ár. Gott tilefni til að gera vel við okkar viðskiptavini.
Kreppukortin sem hafa gilt milli 10 og 16 og kosta 5500 munu nú virka sem fullgild mánaðarkort frá 15. maí til 31. ágúst. Nú er bara
að æfa vel í sumar og brosa breitt.
07.05.2012
Útinámskeið hefst 14.maí og verður
á mán-mið-fim kl 17:30
07.05.2012
Það er góður hópur búinn að vera á lífsstílsnámskeiðunum
02.05.2012
Það er afspyrnu rólegt hér yfir sumarið og þá sérstaklega yfir miðjan daginn, á föstudagseftirmiðdögum og á
sunnudögum. Því er á döfinni að reyna að þjappa fólki betur saman á þeim tíma sem opið er. Í
júní og júlí er ætlunin að opna kl 8:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og hafa opið til kl 14:00. Opna svo aftur kl 16 til
19. Mánudagar og miðvikudagar verða eins og hefur verið frá 6 til 19. Föstudagar yrðu þá frá 6-14:00 og etv. lokað á
sunnudögum. Fólk er meira og minna í burtu allt sumarið í sumarfríum sem er bara eðlilegt.
29.04.2012
Ekki voru nógu margir viljugir að taka þátt í vorhreingerningu Öbbu. Það verður því enginn morgunmatur á Bjargi í
maí. Vonum samt að fólk vandi sig við morgunmatinn sem er mikilvægasta máltíð dagsins. Flestir Íslendingar borða Cheerios á
morgnana, ekki góð undirstaða fyrir daginn.
25.04.2012
Það eru 40 manns á hlaupanámskeiðinu hjá Sonju, Rannveigu og Óla. Fyrsta vikan af 6 er í gangi núna og stemmingin góð í
sólinni.
Opnu tímarnir sem voru í allan vetur falla niður meðan á námskeiðinu stendur. Sjáum til hvað tekur við eftir námskeið.
25.04.2012
Síðasti Gravity plus tíminn verður á morgun og á föstudag verður síðasti CrossFit tíminn kl 8:30. Hot Yoga timinn á
sunnudögum er úti, Gravitytíminn á mánudögum sömuleiðis og spinning kl 17:15 á þriðjudögum. Þannig að
það er einn opinn Gravitytimi eftir á þriðjudagsmorgnum. Enn er tveir CrossFit tímar inni kl 6:10 á morgnana. Við munum halda megninu af
morgun og hádegistímunum inni í sumar og vera með 2-3 tíma í boði seinni partinn.
23.04.2012
Undanfarin 2-3 ár höfum við boðið framhaldsskólunum og HA á Akureyri 50% afslátt af árskorti gegn því að þeir safni 100
undirskriftum. Núna er verið að safna í öllum skólum og tilboðið á við kennara, nemendur og starfsfólk. Sala korta fer svo fram
í maí á Bjargi og kortin fara í gang 1. júní. Bendum nýnemum á að þeir geta verið með. Munum reyna að sinna
þeim nýnemum sem misstu af tilboðinu í maí í haust. 33000kr fyrir árskort er geysilega vel boðið og innifalið er öll okkar
aðstaða, timar og barnagæsla.