Fréttir

Lokahóf hjólahópsins!

Um 20 manns mættu í lokahóf hjólahópsins á laugardag. Strákarnir í hópnum höfðu skipulagt óvissuferð og auðvitað var byrjað á því að hjóla og endað á Þelamörk með allavega útúrdúrum og vitleysu.

Fullt af krökkum!

Það var gaman í gær hjá fullt af krökkum. Eftirtektarvert var hve allir voru prúðir og glaðir.

Uppáhalds Jammið!

Næsta miðvikudag verða Abba og Eva með öðruvísi Body Jam tíma. Þær ætla að taka lög úr eldri prógrömmum og dansa fullt af einföldum og skemmtilegum dönsum.

Skólafólk fær 20% afslátt!

Við gefum öllu skólafólki 20% afslátt af öllum kortum. Allir nemendur, kennarar og starfsfólk í skólum fær þennan afslátt.

Fjölskyldudagur!

Það verður fjölskyldudagur hjá okkur á sunnudaginn. Þá geta krakkar á öllum aldri komið og æft í fylgd forráðamanns. Tækjasalurinn verður opinn fyrir þau og tímar í Gravity kl. 11:30 og spinning kl. 12:30.

Fyrirlestur fyrir alla sem eru á námskeiðum!

Það er fyrirlestur um hollt og gott mataræði í kvöld kl. 20:45. Fyrirlesturinn er fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi, Nýr lífsstíll, Fit Pilates og Gravity.

Óskalagaspinning hjá Binna!

Hefur þig langað til að vera þinn eigin DJ í spinning? Nú er tækifærið! Spinningtíminn á föstudaginn næsta verður óskalagaspinning.

Vo2max námskeið 1. október.

1. október fer af stað námskeið fyrir fólk í góðu formi sem vill komast enn lengra. Námskeiðið verður í 11 vikur og kostar 15000kr.

Brjáluð vika!

Það var rosa stemming og gaman í Body Pump tímanum á þriðjudaginn sl. þegar 5 kennarar frumfluttu nýtt Pump. Já, það var strákur með, Binni kom "sterkur inn".

Gravity Plús og Body Jam á betri tíma!

Gravity Plús tíminn á föstudögum verður klukkutíma fyrr eða kl. 17:15 frá og með morgundeginum. Body Jam á miðvikudögum mun líka verða fyrr á ferðinni, kl. 17:30 í stað 18:15.