Fréttir

Um 80 manns hlupu í Gamlárshlaupi UFA

Ágætis þátttaka var í Gamlárshlaupi UFA í gær.  8 manns gengu 10 km en restin hljóp 5 eða 10 km í fínasta veðri og bærilegri færð.  Rannveig Oddsdóttir og Bjartmar Örnuson komu fyrst í mark í 10km hlaupinu og fengu glæsilegar flugeldatertur í verðlaun.  6 tertur og gos voru í útdráttarverðlaununum, ásamt eins, tveggja og þriggja mánaðarkortum frá Bjargi, Gravitynámskeiði og tveimur Bjargtreyjum.  Rub 23 bauð öllum þátttakendum súpu og Bakaríið við brúna sá um brauðið.  Abba og Óli sáu svo um að gera umgjörðina notalega með dýnum, kertum, borðum, stólum og tónlist.  Stefnum á 100 manns að ári.

Brjálað stuð í áramótatímanum

Það komu um 80 manns í áramótatímann og langt síðan við höfum séð svo marga.  9 kennarar sáu um kennsluna í 4 sölum.  Margir mættu í skrautlegum búningum en allir með góða skapið meðferðis. 

Zumbapartý í dag

Eva verður með áramóta zumbapartý í dag kl 16:30.  Það verður funheitur tími og við hvetjum alla til að mæta í dansdressi eða bara einhverju gleðilegu, jólalegu eða áramótalegu.

Skráning á námskeið í fullum gangi

Skráning er langt komin á sum námskeið en nóg pláss enn á öðrum. 

Áramótagleði

Erum byrjuð að undirbúa áramótatíma Bjargs.  Núna verður happdrætti í lok tímans fyrir alla sem lifa af 2 klst.  Hvetjum ykkur til að mæta í skrautlegum klæðnaði.  kannski bara með jólabindið eða með eitthvað á höfðinu eða taka þetta alla leið með búningi uppúr og niðrúr.

Þrektími og Hot Yoga í dag

Vonandi höfðu allir það gott um jólin og eru tilbúnir að byrja aftur.  Það verður stór þrektími hjá Óla kl. 17:30 í dag og Hot Yoga á sama tíma í heita salnum á neðri hæðinni, um þann tíma sér gestakennarinn Guðmundur sem hefur áður komið til okkar sem gestakennari.

Þorláksmessutími

Bryndís og Guðríður ætla að vera með þrektíma fyrir alla áhugasama kl 11 á þorláksmessu.  Gott að hreyfa sig fyrir skötuátið. Anna verður líka með Body Pump í hádeginu á fimmtudaginn.  Athugið að Zumbatíminn færist fram á fimmtudaginn og verður kl 16:30.

Einn spinningtími á morgun

Það verður einn spinningtími á morgun, fyrri tímunn fellur niður.  Body Fit á fimmtudagsmorgninum er líka úti.

6x6x6 áskorun fyrir karla í jólagjöf

Stelpur! Við erum með jólagjöfina handa honum.  6 vikna námskeið þar sem karlinn fær að æfa 6x í viku, komast í toppform og léttast ef hann þarf, liðkast og stinnast.  Gjafakortin okkar eru besta jólagjöfun.

Notum jólafríið vel

Undanfarin ár hafa námsmenn í jólafríi á Akureyri fengið að æfa frítt hjá okkur milli jóla og nýárs.  Við höfum ekki auglýst þetta en gerum það nú.  Skoðið dagskrána yfir jólin, fullt af spennandi tímum og oft er nóg að koma bara í pottinn!