26.06.2008
Abba er búin að reyna að vera með útitíma en fáir hafa mætt og hefur hún því ákveðið að taka þá út úr töflunni.
25.06.2008
Konurnar eru að skila sér í opnu vikunni. Uppundir 30 manns eru að mæta í morgunþrekið kl 08:15 og í gær komu 25 í Body Balnce og nutu þess að framkvæma æfingar fyrir líkama og sál.
20.06.2008
37 manns tóku þátt í ferð hjólahópsins til Grenivíkur og tilbaka. 30 sigldu með Húna í frekar köldu en björtu veðri. Útsýni frábært og líka gott niðri í hitanum, kaffinu og Prins Pólóinu.
20.06.2008
Í næstu viku (23.-29. júní) verður frítt á Bjarg fyrir allar konur 14 ára og eldri. Auðvitað er alltaf frítt fyrir þessar litlu því það kostar ekkert í barnagæsluna.
16.06.2008
Við erum búin að frumflytja nýtt prógram í Body Pumpi, Body Balance og Body Vive. Öll eru kerfin skemmtileg og fullt af nýjum og skemmtilegum samsetnigum með góðri tónlist.
13.06.2008
Hjólahópurinn er búin að plana æðislega ferð miðvikudaginn 18. júní. Planið er að mæta á Torfunesbryggjuna kl 17:00 með hjólin og sigla með Húna til Grenivíkur.
10.06.2008
Það var troðfullt í spinningtímanum hjá Binna í gær og mikill sviti sem rann. Við bendum fólki á að spinningtímarnir eru fyrir alla og hjólin okkar eru einstaklega góð.
10.06.2008
Það er enn fullt af fólki að æfa hjá okkur sem hefur ekki prufað Gravity. Strákar, hvar eruð þið? Gravity er frábær lyftingatími þar sem þú tekur á öllum vöðvahópum og færð að finna fyrir því.
07.06.2008
Frumflutningur á nýju kerfi í Body Balance verður þriðjudaginn 10. júní. Hulda, Hólmfríður og Abba munu kenna og vonumst við til að sem flestir komi og njóti stundarinnar með þeim.
03.06.2008
Það er frítt í konutímann á miðvikudögum kl 16:30 í júnímánuði. Bendum þeim konum sem vilja prufa Bjarg á þessa tíma. Konutímarnir hafa verið með vinsælustu tímum stöðvarinnar undanfarin 3 ár.