Fréttir

U2 og Drottningarnar

Tryggvi verður með þema í spinning í dag, almennilegt!!!  Drengirnir í U2 fá 60% af tímanum og Queen fá 40%, eða þetta sagði hann í gær.  Gott að mæta tímanlega til að tryggja sér besta hjólið og góðan stað í salnum til að fá tónlistina í æð.

Fullt af spinningtímum

Það geta allir farið í spinning í ca 20 mín 2x í viku kl 6:10 á morgnana.  Flott upphitun og þó að CrossFit æfing sé á eftir þá þarf ekki að taka hana.  Þetta á líka við um 30 mínútna spinningtímana á þriðjudögum og miðvikudögum, Það er foltt að mæta í þá og svo bara heim.  Eða sleppa spinning og mæta bara í CXWORX core tímann.  Þessir tímar þurfa ekki að hanga saman.  Svo má líka koma í 60 mínútna spinningtíma og hætta eftir 45 mínútur ef úthaldið er búið.  10 spinningtímar eru í boði í hverri viku, 20-60 mínútna langir.

Fjölskyldudagur á sunnudag

Börnin verða í aðalhlutverki næsta sunnudag.  Tækjasalurinn verður opin fyrir þau í fylgd forráðamanns.  Þrautabraut verður á neðri hæðinni og drykkir í boði Vífilfells.  Þetta hefur verið sérstaklega vinsæll dagur undanfarin ár og mesta spennan virðist vera að komast í tækjasalinn og þá helst á hlaupabrettin.  Byðjum alla að sýna krökkunum tilitssemi og þolinmæði.

Hot Yoga kl 6:10

Það er hægt að koma í Hot Yoga kl 6:10 á þriðjudagsmorgnum næstu 6 vikurnar.  6x6x6 áskorun er í gangi og það eru fáir á námskeiðinu og því ætlum við að opna tímann fyrir áhugasömum morgunhönum.  Fyrsti tíminn er í fyrramálið og nóg pláss.

Opið á milli námskeiða

Allir sem kaupa sig inná námskeið á Bjargi geta prufað tíma á öðru námskeiði

Allt að fyllast

Það voru rúmlega 40 manns í Ólatímanum í morgun og Óli náði að keyra hópinn að mörkunum eins og vanalega.  Ekki amalegt að fara út í góða veðrið á eftir með smoothie í heita pottinum.  27 komu í Body Balance en Abba kenndi nýja prógrammið, einstök tónlist, góðar æfingar og svitinn lak.  Eva er svo á fullu að dansa núna með stóran hóp að vanda.  Íslandsmeistararnir í knattspyrnu kvenna komu og dönsuðu með Öbbu og Evu í dag, æðislegar og auðvitað laaaang flottastar.

Bílastæði

Við fáum reglulega kvartanir frá íbúum í Akursíðu sem er sunnan við Bjarg.  Þegar álagið er mest leggja viðskiptavinir okkar bílunum inná lóðum þessa fólks og alveg upp við eldhúsgluggana.  Þetta er mjög þreytandi og oft erfitt fyrir fólkið að komast heim.  Núna er veðrið gott og tilvalið að koma á hjólinu eða gangandi.  Einnig er hægt að leggja á bílastæðin við kirkjuna.  Virðum einkalíf nágrannanna.

Nýr Balance í kvöld!

Hólmfríður og Aðalbjörg munu frumflytja Body Balance 58 í kvöld kl 18:30.  Flæði frá einföldu Tai Chi, skemmtilegum sólarhyllingum og standandi styrk yfir í krefjandi kviðæfingar og svo yndislegar jógastöður og slökun í restina.  Hver tími er einstök upplifun og færir  okkur jafnvægi og kyrrð. 

Spinning 16:30 í dag

Það eru margir búnir að bíða eftir spinningtímanum kl 16:30 á þriðjudögum og hann kemur inn í dag.  Óli og Elvar munu kenna þessa tíma til skiptis.

Fjögur námskeið byrjuðu í dag.

Það er að fjölga all verulega þessa dagana.  Fjögur námskeið byrjuðu í dag, Body Fit kl 6:10, Hot Yoga kl 8:15, mömmuþrek kl 10:30 og Gravity fyrir 60 ára og eldri.  Góð þátttaka er á öllum námskeiðunum og fólk kemur inn í hitann til okkar og er heiti salurinn vinsæll þessa dagana.  Það er nóg að gera hjá einkaþjálfurunum og slatti af íþróttahópum sem æfa hjá okkur.