Fréttir

1. maí

Það verður lokað 1. maí á Bjargi.  Hvetjum alla til að koma í 1. maí hlaup UFA við Þórsvöllinn kl. 12.  5 km hlaup fyrir almenning, 400m hlaup fyrir leikskólakrakka og skólahlaup og keppni milli skóla fyrir grunnskólanema.

Sumar 2014

Tímataflan breytist frá 9. maí og svo aftur 26. maí.  Hot yoga og Body Balance verða inní þrekkortinu en það verður samt áfram hægt að kaupa 10 tíma kort á 10.000 kr í sumar. Væntanlegar töflur.

Breyting á Body Balance

Body Balance tíminn á miðvikudögum verður í framtíðinni kl. 17:00.  Hentugra fyrir flesta og meira næði í heita pottinum eftir tímann fyrir hópinn.  Við höldum áfram að selja 10 tíma kort í þessa tíma en síðan fara þeir inní þrekkortið um miðjan maí.

Tvær æfingar búnar

Það er góður hópur mættur á fimm/tveir námskeiðið okkar.  Þau byrjuðu á miðvikudaginn í pumpi hjá Önnu og spinning hjá Óla.  spjall og vigtun.  Í gær voru þau ein í stöðinni með Hrönn, Óla og Öbbu og þá var mælt, myndað og tekið hrikalega á því í tækjasalnum.  Öflugur og skemmtilegur hópur sem ætlar að gera það sem þarf til að léttast.

Sumardagurinn fyrsti

Það verður lokað á Bjargi á sumardaginn fyrsta, næsta fimmtudag.

Breyting á Hot yoga

Hot yoga tímunum fækkar með hækkandi sól.  Tímarnir á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30 eru hættir og miðvikudagstíminn kl. 20 líka.  4 tímar eru ennþá inni, þriðjudagar kl. 9:15 og 17:30, fimmtudagar kl. 17:30 og sunnudagar kl. 10:30.  Þetta gæti breyst svo nú er um að gera að fylgjast vel með.

Alvöru verðlaun

100.000 kr. í peningum og 86.000 kr. þrekkort eru verðlaunin til þess sem léttist hlutfallslega mest á Fimm/tveir námskeiðinu.  Það er hvetjandi að keppa um peningaverðlaun.  Verðum einnig með áskorinir og keppnir þar sem hægt verður að næla sér í aukaverðlaun.  Skráning er hafin, takmarkaður fjöldi kemst að.

Páskar á Bjargi.

Athugið að Hot yogatíminn á miðvikudagskvöldinu fyrir páska fellur niður.  Lokað á föstudaginn langa og Páskadag.  Tækjasalur opinn frá 10-13 á Skírdag og annan í Páskum, laugardagurinn er venjulegur og Bjargþrekið og Body Balance inni.

FIMM / TVEIR, nýtt útlit, nýr lífsstíll, nýtt líf!

Námskeið fyrir þau sem eru í góðri yfirvigt og vilja léttast og gera það sem þarf til að léttast.  Fimm æfingar á viku og tveir frídagar eða léttari dagar.  Borðum hollt og eðlilega 5x í viku en minna og enn hollara 2x í viku.  Bokin um 5/2 mataræðið er innifalin í námskeiðinu.  5 til 10 vikur og við byrjum 23. apríl.  Tökum svo maí og júní í þetta og vað verða vegleg verðlaun til þess sem léttist hlutfallslega mest.  Hrönn Harðardóttir sem komst í úrslitin í Biggest Loser Ísland verður á námskeiðinu og mun miðla af sinni reynslu.  Hún er tilbúin að hjálpa, spjalla og styðja við bakið á þáttakendum eins og þarf. Nánar.

Jonni bestur á Ak Extreme

Já, hann keppti í öllum greinum og fór glæfrastökk á sleðanum. Held hann hafi verið bestur í öllu, var það ekki, enda æfir hann á Bjargi.