Fréttir

Allir mættir!

Það var fullt í öllum tímum í gær. Konurnar mættu yfir 40 í konutímann og Body Step og Body Combat tímarnir voru troðfullir og um 20 í spinning.

Frumflutningur á Body Vive

Abba ætlar að frumflytja Body Vive nr 11 í dag. Body Vive er einstaklega skemmtileg leikfimi sem er hugsuð fyrir byrjendur og þá sem eru aðeins eldri?? Frábær tónlist og skemmtilegar æfingar með lítinn, mjúkan bolta,

Opin vika

Það er opin vika hjá okkur 31. ágúst til 6. september. Þá geta allir, 14 ára og eldri sem ekki eiga kort hjá okkur, æft frítt, prufað tíma og tækjasal, farið í pott og gufu. Ný tímatafla tekur gildi og opnunartími og barnagæslutími lengist.

Skólakort

Við vorum með tilboð til MA, HA og VMA í vor um ódýrari kort. Það tilboð stóð til 1. júní og er því löngu útrunnið. Einhverjir hafa miskilið þetta

Dans, dans---

Það verður Body Jam á Ráðhústorgi kl 13:00 á laugardaginn, já við verðum með í menningarvökunni. Allt dansáhugafólk er hvatt til að koma og dansa með. Í lok opnu vikunnar koma svo brjálaðir afró dansarar

6 Les Mills kerfi í gangi

Við verðum með 6 Les Mills kerfi í gangi í vetur. Ef einhver hefur ekki prófað eitthvað af þeim tímum er tími til kominn. Þessir tímar heita: Body Pump (vinsælasti hóptími í heimi), Body Step, Body Combat, Body Balance, Body Vive og Body Jam.

Gravity fyrir barnshafandi konur

Við ætlum að bjóða uppá leikfimi fyrir barnshafandi konur kl 19:30 á mánudögum og miðvikudögum. Tímarnir verða blanda af Gravity í bekkjum og æfingum á dýnu, með bolta og annað.

Tímatafla haustsins

Tímataflan er stór þetta haustið og fer yfir 80 tíma þegar Cross Fit námskeiðin koma inn í október. Núna eru 37 tímar í opnu töflunni og 31 í lokuðum námskeiðum. Taflan er í stikunni hægra megin en hún er ekki endanleg. Sendið ykkar viðbrögð á abba@bjarg.is

Nýr lífsstílshópur

Við ákváðum að bæta við einum hóp í lífsstílinn vegna mikillar skráningar. Hann verður kl 18:30 á þriðjudögum og fimmtudögum og þriðji tíminn er val um tíma kl 06:10 á föstudagsmorgnum eða laugardagar kl 11:30.

Allt á fullt 31. ágúst

Það verður opin vika hjá okkur 31. ágúst til 6. september. Þá geta allir æft frítt og prufað tíma og tækjasal, farið í pott og gufu. Ný tímatafla tekur við 31. ágúst og opnunartími og barnagæslutími lengist.