Fréttir

40 manns í Ólatíma

Það verður frítt í Ólatíma í maí, en þeir eru á laugardagsmorgnum kl 09:00. Alltaf jafn vinsælir tímar og í morgun voru t.d. 40 manns. Óli sér oftast um þessa tíma og þeir eru erfiðir en skemmtilegir, fólk svitnar vel og mæðist aðeins.

Sumartafla, tillaga!

Við erum komin með tillögu að nýrri sumartöflu. Ætlum að freista þess að vera með útitíma, skokk/ganga og svo æfingar/þrek á eftir eða inn á milli.

Síðustu námskeið vetrarins að klárast!

Núna eru síðustu Gravity námskeið vetrarins í gangi og Bjargboltinn, Vo2max og Nýr lífsstíll eru á endasprettinum. Allir sem eru að klára námskeið í byrjun maí fá að æfa frítt út mánuðinn.

Frí barnagæsla!

Við gerum einstaklega vel við barnafólk með því að bjóða fría barnagæslu. Hún verður áfram í sumar, þrisvar í viku á morgnana og alla eftirmiðdaga nema föstudaga.

Latino Fever!

Hrafnhildur Björnsdóttir danskennari (kenndi Body Jam) er stödd hér og mun kenna latino Fever í staðinn fyrir Body Vive á morgun, þriðjudag kl 16:30.

Liðin stóðu sig vel!

Liðin frá Bjargi voru að sjálfsögðu langbest á þrekmeistaranum. Þau vönduðu sig og gerðu allt rétt, eiginlega of rétt. En stelpurnar urðu í ellefta sæti og strákarnir sjötta.

Fyrirlestur hjá Davíð!

Davíð Kristinsson er með fyrirlestur fimmtudagskvöldið 17. apríl á Friðriki 5 kl 19:30. Fyrirlesturinn heitir : Þú berð ábyrgð á eigin heilsu.

ÞREKMEISTARINN!

Það eru tvö lið frá okkur að fara að keppa í þrekmeistaranum um helgina. Mikil þáttaka er og einstaklingskeppnin byrjar kl 10:00 um morguninn. Liðakeppnin verður því ekki fyrr en uppúr hádegi.

Fækkum tímum!

Með hækkandi sól fækkar í tímum og því verðum við að fella þá niður smátt og smátt. Body Step tíminn á mánudögum er hættur og Boltatíminn á sunnudagsmorgnum.

Kennarar á námskeiði um helgina!

Kennarar líkamsræktarinnar eru á teygjunámskeiði um helgina og því þurfum við að breyta aðeins tímum og fella niður. Ólatími verður á laugardag kl 09:00, Body Balancetíminn fellur niður.