Fréttir

Hjólaspinning hefst 29.okt

Hjólaspinningið okkar kemur inn í töflu að nýju sunnudaginn 29.okt. Frábærir tímar sem bæta hjólaformið þitt til muna. 

Nýr Balance á miðvikudaginn kl 17:30

Miðvikudaginn 11. okt. kl 17:30 verður frumflutningur á nýjum Balance. Frábærir tímar með líkamsræktarkerfi sem byggir á Tai chi, jóga og pilates kvið og bak æfingum, endar á góðum teygjum og slökun. 

Stoðkerfishópur - nýtt námskeið

Nýtt 6 vikna námskeið hefst 10.okt.Hentar mjög vel þeim sem hafa stoðkerfisverki eða vilja hægari tíma. Engin hlaup, hopp né mikil átök og tímarnir eru einstaklingsmiðaðir þannig að hver og einn æfir eftir sinni getu.