Fréttir

Body Balance

Því miður fellur Body Balance tíminn í kvöld niður. En á laugardaginn ætla Hulda, Hólmfríður og Aðalbjörg að frumflytja nýtt kerfi með fullt af góðum æfingum og frábærri tónlist eins og vanalega.

Nýr tími í Gravity!

Bætum við opnum Gravitytíma á miðvikudagsmorgnum kl. 09:30. Námskeiðin eru óðum að klárast og verður þessi tími þrisvar nú í desember og sá fyrsti miðvikudaginn 5. desember.

Síðasta vikan hjá Lífsstílshópunum!

Núna er lokavikan í gangi hjá Lífsstílshópunum þremur. Flestir eru að klára 14 vikna námskeið og nokkrir 7 vikna tíma. Lokatíminn hjá öllum verður mánudaginn 3. desember

SVEITTUR spinningtími

Binni verður með SVEITT þema í spinningtímanum á föstudaginn næsta. Sá eða sú sem svitnar mest fær verðlaun.

Jólauppskriftir

Jólauppskriftirnar eru komnar hér í hægri stikuna. Kíkið á þetta, fullt af skemmtilegum hugmyndum sem allir geta notað. Nú er ein vika eftir á lífsstílsnámskeiðunum og margir að ná 10% léttingunni á 14 vikum.

Tónlistarkvöld á miðvikudögum!

Síðastliðin 2-3 ár höfum við boðið uppá rokktónlist í tækjasalnum á miðvikudögum. En núna hefur enginn verið til að stjórna tónlistinni þannig að rokkið fjaraði út.

Body Combat!

Anna fór á kennaranámskeið í Body Combat og ætlar að vera með kynningartíma næsta mánudag kl. 17:30.

Viðskiptavinur númer 6000!

Hermína Gunnþórsdóttir var heppin í dag því hún reyndist vera viðskiptavinur númer 6000 frá árinu 2000 þegar Bjarg gerðist heilsársstöð.

Boltavideó

Við tókum upp nýtt boltavideó um helgina sem mun rúlla á skjá í tækjasalnum ásamt teygjuæfingunum.

Flott hár!

Margir voru flottir um hárið í spinning í gær. Abba kom reyndar með pokann sinn og skreytti marga. En það er gaman af þessu þema hjá kennurunum á föstudögum og stemming í kringum þetta.