Fréttir

Ný námskeið eftir viku!

Nú er síðasta vikan að hefjast í 4 vikna námskeiðunum: CrossFit, Bjargboltanum og Gravity. Þannig að skráning er hafin á næstu námskeið sem hefjast flest 8. febrúar. Gravity 06:15 hefst viku seinna.

CrossFit Akureyri

Það eru strangar reglur í kringum það að kenna CrossFit og nota nafnið. Eins og er erum við eina stöðin á Akureyri með leyfi til að kenna CrossFit og með réttindakennara í greininni.

Matreiðslukennsla á laugardag

Abba verður með matreiðslukennslu fyrir alla sem eru á námskeiðum: Lífsstíl, Gravity, Bjargboltinn og CrossFit næsta laugardag kl 13:00. Það er pláss fyrir 40

Handboltakappar í æfingabúðum!

Handboltalið Vals er í æfingabúðum á Akureyri um helgina. Þeir komu og tóku góða lyftingaæfingu hjá Gísla Sigurðssyni þjálfara í gær. Það var tekið vel á því og svo í heita pottinn með skyrsmoothie á eftir.

LOKSINS Þema hjá Brynjari

Brynjar verður með þemaspinning á föstudaginn. Þemað er einfalt: Loksins kennir Brynjar spinning og spilar öll uppáhalds föstudagslögin sín.

Frítt í sund!

Kortin okkar munu gilda í sundlaugina eftir helgina. Við erum að ganga frá útfærslunni á kortunum og því er smá bið. En eftir helgi verður þetta klárt og jafnvel fyrr.

Jói dans á leiðinni!

Æðislegt! Besti línudanskennari landsins er á leiðinni norður og mun kenna hjá okkur um næstu helgi. Það eru tímar fyrir byrjendur á föstudag kl 17:30 og á laugardag kl 15:30. Framhald kl 19:00 á föstudag og 17:00 á laugardag.

UPPLIFUN?

Líkamsrækt er skemmtileg! Finndu það sem hentar þér og þá verður hver tími einstök upplifun. Body Jam kennarinn sem kenndi 30 stelpum á öllum aldri dans í gær, sagði eftir um 40 mín. " stelpur, finnið þið þetta? Ég fæ hroll" og stelpurnar slepptu sér og voru með í að upplifa. Góð tónlist í spinning, þú á hjólinu bullsveittur í myrkrinu, einstök upplifun. Eða í Ólatíma, að dauða komin

Troðfullt í öllum tímum

Nú eru allir komnir af stað. Rúmlega 2000 kort eru virk og allir að nota þau í botn. Flestir tímar eru vel fullir og stemmingin því góð. Það er að komast endanleg mynd á tímatöfluna en við bjóðum uppá 42 opna tíma og 27

Öbbu boðið til Nýja Sjálands!

Höfuðstöðvar Les Mills eru á Nýja Sjálandi. Við fáum frá þeim DVD með prógrömmunum sem við kennum í Body Pump, Body Jam.... á þriggja mánaða fresti. Oftast eru 3 kennarar á myndböndunum sem skiptast á að kenna. Þar eru alltaf þeir sem semja kerfin og tveir með. Öbbu hefur verið boðið