Fréttir

Fullt!

Það er fullt í matreiðslukennsluna á sunnudaginn. Ekki troða meiru á blöðin, það verður önnur kennsla, kannski eftir viku eða svo.

Myndir komnar!

það eru konar nokkrar myndir inná myndasíðuna okkar fá uppskeru og afmælishátíð Bjargs.

Gaman á laugardaginn!

Það komu um 200 manns á uppskeruhátíðina sem var afmælisveisla Óla í leiðinni. Salurinn okkar sem við puðum í alla daga kom vel út sem veislusalur og auðvitað voru veitingarnar hollar og góðar.

Óli fimmtugur!

Já, Óli verður fimmtugur á miðvikudaginn, 23. janúar. Hann ætlar að vera í fríi frá Bjargi þann dag. En á laugardaginn verður partý fyrir alla, og þá meinum við alla. Þetta er uppskeruhátíð í leiðinni fyrir alla sem æfa á Bjargi og það kostar ekkert inn.

Jóna og þriðja stelpan

Jóna eignaðist þriðju stelpuna sína 16. janúar. Hún var tekin með keisara. Sendum Jónu kveðjur og vonumst til að sjá hana sem fyrst aftur hér á Bjargi. Hún kennir Body Pump, Body Step, Boxercise, Konutíma og þrek.

Frítt einu sinni í viku!

Við bjóðum einn frían tíma í viku fyrir þá sem ega ekki kort á Bjargi. Skiptum mánaðarlega um tíma, (sjá í hægri stikunni).

Um 110 manns að byrja á Lífsstílsnámskeiðum á morgun.

Um 110 manns eru að mæta í fyrsta tímann á 8 eða 16 vikna lífsstílsnámskeiði á morgun. Við munum reyna að vigta og mæla sem flesta fyrsta daginn.

Boxerscise!

Erum að setja inn Boxercisetíma á laugardögum kl. 11. þannig að nú er hægt að nota barnapössunina og vera búinn kl. 12.

Margir í tímum og í salnum!

Það var troðfullt í Body Vive tímanum áðan, 40 konur mættu og flestar vel fjólubláar. Allar drógu heilræði í lok tímans og á sumum þeirra var vinningur, bolur, brúsi eða skyrsmoothie.

Allir út að hlaupa, Abba er byrjuð!

Já, nú er engin afsökun, Abba ætlar að mæta með hlaupahópi UFA á fimmtudögum og stundum á þriðjudögum.