Fréttir

Óbyggðaferð í hópi

Smá tilkynning til þeirra sem voru í óbyggðaferðinni sl. helgi. Það eru komnar uppskriftir og hlekkir inná myndir hér undir flottu myndinni af okkur Óla til hægri.

Verslunarmannahelgin

Þá er komið að verslunarmannahelginni og margir á faraldsfæti. Við styttum opnunartímann þessa helgi: laugardagur 2. ágúst lokað, sunnudagur 3. ágúst opið 10 - 13, mánudagur 4. ágúst opið 10 - 13.

NÁMSKEIÐ - Skráning er hafin

Við stefnum á að byrja aftur með 4 vikna Gravitynámskeiðin 11. ágúst. Þau myndu verða kl. 06:15 þrisvar í viku og 17:15 tvisvar.

Sumaræfingar

Það eru ótrúlega margir sem hverfa héðan á sumrin. Margir eru að ferðast og ganga mikið. Aðrir eru að ferðast en gera kannski meira af því að grilla og fá sér bjór og flögur og allt sem fylgir orðið sumarleyfisferðum í dag.

Ólatími og Body Jam

Nú eru flestir komnir í frí og burt úr bænum og því eru tímarnir á laugardögum hættir. Ólatíminn sem var kl 09:00 og Body Jam kl 13:00. Þeir byrja svo aftur í ágúst.

Agnes flottust

Agnes sagði já við Sævar klukkan rúmlega 16 í dag. Hún er yfir barnagæslunni hjá okkur og var einstaklega glæsileg brúður. Til hamingju þið tvö.

Óbyggðirnar kalla!

Snæfell mánudaginn 28. júlí!! Þetta er ganga fyrir alla áhugasama göngugarpa. Abba og Óli eru að halda uppá 100 ára afmæli, eða 99 því Abba verður 50 ára í janúar 2009.