Opnu tímarnir

Það er fjölbreytt úrval þrektíma á Bjargi og þeir henta fólki á öllum aldri.

Sama hvaða markmið þú hefur með þinni þjálfun og hreyfingu þá teljum við líklegt að þú finnir eitthvað við þitt hæfi.

Kennararnir okkar eru allir reynslumiklir og vel menntaðir og taka vel á móti þeim sem mæta í tíma, hvort sem það eru nýliðar eða þeir sem lengur hafa verið. 

Hér til hliðar getur þú fengið nánari upplýsingar um tímana.