Fréttir

Gestabók lokuð

Við erum búin að loka gestabókinni í bili. Það er endalaus ruslpóstur sem kemur þangað inn og við getum ekki hent honum út sjálf. Vonandi getum við opnað hana aftur sem fyrst.

Lokað 1. maí, fyrirlestur um rétt mataræði 3. maí

Það verður lokað hér mánudaginn 1. maí, allir í kröfugöngu eða einhverri annarri göngu. Miðvikudaginn 3. maí verður svo fyrirlestur um rétt mataræði fyrir öll námskeiðin sem eru í gangi núna, lífsstíl, síðubita og Gravity. Hann verður kl 20:30, strax á eftir útitímanum hjá lífsstílshópnum.

Troðfullt á Gravitynámskeiðin

Við þyrftum að vera með helmingi fleiri bekki til að geta sinnt öllum þeim sem vilja komast að á Gravitynámskeið. Þegar lífsstílsnámskeiðin eru búin ætlum við að setja á Gravitynámskeið á mánudögum og miðvikudögum. Já líklega bara tvö skipti í viku.

Flottasta gæsin!

Æðsti draumur Stínu rættist í gær er hún fékk að fara uppá pallinn og kenna með micrófón. Hún var náttúrulega langflottust og kenndi Síðubitunum ýmis trix á hjólinu til að komast hjá því að taka of mikið á. Aldrei hefur sést eins sexy kennsla á hjóli.

Matreiðslunámskeið!

Þá er komið að matreiðslunámskeiðinu hjá öllum sem eru á Lífsstílsnámskeiðum eða Gravitynámskeiðum. Þau sem voru á síðasta námskeiði meiga líka taka þátt. Námskeiðin verða á sunnudaginn kl 14 og þriðjudag kl 19:30. Ef það verður ekki næg þáttaka á sunnudag verður þriðjudagurinn bara inni.

Mikið að gera um páskana!

Aðsóknin var frábær um páskana og fullt af ferðafólki mætti og tók sinn prufutíma. Metið var líklega á Skírdag, þá komu um 300 manns og voru biðraðir í öll upphitunartækin á tímabili.

Vaxtamótun fyrir sumarið.

Við mælum eindregið með 4 vikna Gravitynámskeiði ef þú vilt sjá skjótan árangur. Finna fyrir stinnum vöðvum og sjá breytingu á skrokknum. Það er fullt á námskeiðin kl 06:15, 09:30 og 17:15, en 1 sæti laust kl 08:30.

Skáldið úr Kjarnafæði er mætt!

Helgi stórskáld mætti í gær, dvaldi lengi, samdi vísur og seldi kjöt. Hér kemur vísan sem var samin: Hérner gott að hafa kraftinn. Halda út í tíma fjóra. Ávallt lokaðann hafa kjaftinn, nema vatnið þarf að þjóra.

Línudans!

Íslandsmeistaramótið í línudansi er 13. maí. Abba er búin að semja dans og fyrsta æfing er á föstudaginn langa kl 16:00 hér á Bjargi.

Takið gestina með á Bjarg!

Nú eru páskarnir á leiðinni og bærinn að fyllast af fólki. Munið að við tökum vel á móti öllum sem vilja prufa að æfa hér og allir fá einn frían prufutíma.