Fréttir

Fyrirlestur um rétt mataræði!

Þið sem eruð á námskeiðum á Bjargi: Nýjum lífsstíl, Síðubitum, Gravity, Gravity vefjagigt, Vo2Max eruð velkomin á fyrirlestur um rétt mataræði mánudaginn 25. september kl 20:45 í kjallaranum.

Frábær hópur á Vo2max námskeiðinu.

Það er flottur hópur í Vo2max námskeiðinu, getum bara kallað þetta súrefnis hópinn. Þau voru úti með Óla í gær og fóru víst ansi margar ferðir í tröppunum við dæluhúsið í Glerárstíflu.

Óvissuferðir!

Það er nóg að gera hjá okkur í að taka á móti óvissuhópum í ýmisskonar dans eða aðra hreyfingu. Tæplega 60 manna hópur frá Hrafnagilsskóla kom á föstudagskvöldið og dansaði með Öbbu á útipallinum í frábæru veðri.

Vo2max byrjar í dag

Sú sem sér um heimasíðuna var í burtu í viku og því lítið gerst á meðan. Árangursnámskeiðið Vo2max hefst í dag. Við vitum að helmingurinn er að taka þátt í Akureyrarhlaupinu eða þríþrautinni í dag.

BodyJam

Því miður verðum við að fella niður BodyJam tímann á laugardaginn. Abba skellti sér í frí og aðrir kennarar eru því miður uppteknir. Við ætlum að reyna að standa föst á þriðjudagstímanum en gætum þurft að fella hann líka niður svo að endilega fylgist vel með.

Anita, Hildigunnur, Kristín Björk og Gunnar!!!

Það skrifuðu um 1100 manns í gestabókina í opnu vikunni. Eflaust komu fleiri og gleymdu að skrifa sig. En við drógum út 4 þriggja mánaða kort og Anita Jónsdóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir, Kristín Björk Gunnarsdóttir og Gunnar Halldórsson fá þessi kort. Til hamingju, vitjið þeirra í afgreiðslu.