Æfing dagsins

Æfing dagsins líkamsrækt Bjarg

Æfing dagsins er fjölbreytt og skemmtileg tilbreyting þar sem 3 mismunandi æfingar í hverri viku eru settar á töfluna í tækjasal. Æfinguna er hægt að skala eftir þörfum hvers og eins, t.d. mismunandi þyngdir og erfiðleikastig. Æfing dagsins hentar því öllum og tilvalið að taka nokkrar umferðir af henni. Æfing dagsins getur verið styrktar- eða þolæfing.

Þú getur alltaf fengið aðstoð frá þjálfara í sal til að fá leiðbeiningar, hvernig best er að beita líkamanum og vera fullviss um að þú sért að gera æfinguna rétt.