Fréttir

Verslunarmannahelgin

Olympíuleikar og verslunarmannahelgin, gaman að lifa!  Á föstudaginn fellur 6:10 spinningtíminn niður en morgunþrek og hádegisþrekið eru inni.  Það verður síðan lokað laugardag, sunnudag og mánudag.  Njótið lífsins og þess að vera í fríi.

Skráningar á námskeið

Við byrjum að skrá á námskeið eftir verslunarmannahelgina.  Þau námskeið sem verður hægt að skrá sig á eru Nýr lífsstíll sem byrjar 27. ágúst, Nýtt útlit sem byrjar 3. september og Gravity sem fer af stað 27. ágúst.  Mömmu CrossFit námskeiðið fer líka af stað í lok ágúst.  Önnur námskeið byrja í september, eins og 6x6x6 fyrir konur og karla kl 6:10 á morgnana.  Body Fit boltanámskeiðin byrja um miðjan september og verða tímar kl 6:10 og 16:15 í boði.  Hot Yoga námskeið, unglinganámskeið og grunnnámskeið í CrossFit verða einnig í boði svo og Gravity Extra fyrir þau sem eru í góðri yfirvigt.

Zumban í frí

Nú eru margir í sumarleyfi og á faraldsfæti og því fækkar í tímunum.  Zumban er búin að vera 3x í viku í sumar og ótrúlega flott mæting.  En við ætlum að taka frí í kringum versló og því verður síðasti Zumbatíminn fyrir frí næsta laugardag.  Eva byrjar svo aftur að dansa mánudaginn 13. ágúst.

Barnagæslan í frí

Barnagæslan seinni partinn er lítið sem ekkert notuð og ætlum við því að setja hana í frí fram í lok ágúst.  Hún hefur verið á mánudögum og fimmtudögum frá 16:30-18:30.  Gæsluherbergið er opið fyrir 5 ára og eldri og þau eldri geta komið með yngri systkin og passað þau á staðnum.  Morgungæslan heldur áfram. 

Flottir Gravitytímar

Það eru tveir Gravity tímar á miðvikudögum, annar kl 6:10 og hinn 16:30.  Gravity er styrktartími í sérhönnuðum bekkjum og allir stylla álagið sjálfir, miðað við þyngd og getu.  Munið að skrá ykkur tímanlega, 12 komast að í tímunum.

Akureyrarmót í frjálsum

Það verður skemmtilegt mót í frjálsum á Þórsvellinum um helgina.  Keppt verður í nokkrum greinum í öllum aldursflokkum.  Hluti af besta frjálsíþróttafólki landsins mætir og þar á meðal okkar kona, Hafdís Sigurðardóttir.  Hún varð þrefaldur Ílslandsmeistari um síðustu helgi og er besti spretthlaupari landsins í dag og einnig langstökkvari.  Kolbeinn Höður stefnir hratt uppávið og er stutt á eftir þeim bestu í 100-400m hlaupum.  Hvetjum alla til að koma og horfa á okkar bestu frjálsíþróttamenn keppa, mótið hefst kl 12:00 á laugardag.

Zumba og Body Balance

Nú er sumarleyfistíminn að ná hámarki og því falla þrír tímar niður í þessari viku: Zumba mánudaginn 16. júlí Body Balance miðvikudaginn 18. júlí Zumba fimmtudaginn 19. júlí

Bjargvættir í frí

Sonja, Óli og Rannveig eru farin í frí frá hlaupatímanum en við hvetjum alla til að mæta og hlaupa saman.

Gestakennari í spinning

Sigþór Árnason , kennari í Hress í Hafnarfirði, verður með spinningtímann á fimmtudaginn kl 17:15.  Hress er ein af okkar samstarfsstöðvum á landinu og gilda kortin þeirra hjá okkur og öfugt. 

CrossFit

Óli er farinn í frí frá CrossFit tímanum á mánudagsmorgnum. Nýr Gravitytími er kominn inn kl 16:30 á miðvikudögum, Abba og Hóffa kenna.