Fréttir

Matreiðslukennsla!

Það verður matreiðslukennsla fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi (lífsstíll, Gravity, Gravity Pilates, Vo2max) á laugardaginn næsta kl. 13:00. Abba ætlar að elda sinn daglega skyndimat.

DEKURHELGI

Við ætlum að dekra við viðskiptavini okkar um helgina. Það verður kósí stemming í húsinu, kertaljós og vínber.

Gravity námskeið

Við færðum Gravitybekkina yfir í stærri salinn í kjallaranum í haust og bættum einum bekk við. Það er meira pláss og fer betur um alla.

ROKK OG RÓL í spinning á föstudag!

Binni verður í rokkstuði á föstudaginn í spinningtímanum kl. 17:30. Þemað verður Rokk og Ról og allt verður vitlaust.

Barnagæslan lokar kl. 19 á föstudögum

Það eru yfirleitt mjög fá eða engin börn að nýta sér barnagæsluna á föstudögum eftir kl. 19 þannig að við ætlum formlega að stytta hann til kl. 19. frá og með næstkomandi föstudegi 26.október.

Lífsstíll!!!

Muna að skrá sig í kennslu í tækjasal það var markmið síðustu viku.

Frítt í RPM

Það er frítt fyrir alla í RPM í október. Þeir sem ekki eiga kort hér geta því mætt einu sinni í viku og hjólað með Önnu í RPM.

BODY VIVE

Nýir tímar frá Les Mills kerfinu. Nýtt á Íslandi og við erum eina stöðin á Norðurlandi sem kennir þetta kerfi. Tímarnir eru blanda af þoli, styrk og liðleika, en aðallega skemmtun.

Fullt af námskeiðum að byrja!

Fjögur Gravity námskeið eru að byrja í dag og slatti af nýju fólki er að koma inn í Lífsstílshópana þrjá og klára með þeim síðustu 7 vikurnar.

Leikfimi fyrir 60 ára og eldri!

Við erum að fara af stað með leikfimi fyrir þau sem eru orðin 60 ára eða meira. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:15.