08.02.2012
Við þurfum ekki að auglýsa vinsælustu Gravitynámskeiðin sem eru tvö fyrir vefjagigtarhópa og eitt fyrir alla. Ný námskeið
byrjuðu í gær og á mánudag. Biðlisti er inn á öll námskeiðin og konurnar sem eru í vefjagigtargravity námskeiðinu eru
margar búnar að vera í nokkur ár. Gravity er snilldarleikfimi fyrir stoðkerfið og hentar því þeim sem þurfa að styrkja sig en
fara varlega. Sjúkraþjálfarar sjá um kennsluna í vefjagigtarhópunum og sjá um að svara spurningum og strá gullkornum til
þátttakenda.
08.02.2012
Næsta CrossFit námskeið frestast og byrjar 23. febrúar,
06.02.2012
Tryggvi og Anný eru alltaf í stuði og núna er það sveitaballaþema í spinning á morgun. Þið þurfið ekki að
mæta í sveitaballadressi heldur ætla þau að spila æðislega tónlist sem hægt er að tengja sveitaböllunum. Land og synir,
Sólstrandagæjarnir, Sálin og Sólin??? Tímarnir eru kl 16:30 og 17:15.
31.01.2012
Abba verður með matreiðslukennslu á miðvikudaginn kl 20. Þetta er hugsað fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi. það
er vel fullt og varla pláss fyrir fleiri. Hún ætlar að gera einfaldan og 70% hollan mat og góðu hráefni, lífrænu í bland.
Engar öfgar og þetta tekur um klukkutíma. Fullt af smakki oh allir fá uppskriftirnar, 500kr á mann.
28.01.2012
Miðvikudagstíminn í Body Jamminu hefur ekki verið nógu vel sóttur og fellur því niður. Body Attack á föstudögum er líka
úti. þar er Body Vive í boði og það er búið að breyta Vivinu og gera það örítið öflugra, meira þol
þannig að þau sem voru í Attackinu ættu að prufa Vivið.
25.01.2012
Body Pump tíminn á mánudagsmorgnum er kominn inn aftur kl 6:10. Opni Crossftit tíminn á þriðjudagsmorgnum kl 8:30 færist yfir á
mánudagsmorgna. Hentar betur fyrir barnakonur. Strákar! Þessi tími er líka fyrir ykkur ef þið viljið hitta kennarana og taka VOD
með skemmtilegum félögum.
25.01.2012
Hóffa og Abba ætla að frumflytja nýtt Body Vive á föstudaginn kl 16:30. Búið er að breyta Vivinu aðeins og fyrri hlutinn er gott þol
þar sem litli boltinn er notaður í einu lagi. Síðan koma góðar æfingar fyrir handleggi, læri og jafnvægi með teygju. Kvið
og bakæfingar í restina og að sjálfsögðu geggjuð tónlist. Einstaklega góðir tímar fyrir alla og sem dæmi þá
kemur hluti af æfingunum í CXWORX core tímanum úr Vivinu. Program direktor í þessum báðum kerfum er sama konan, Susan Trainor.
24.01.2012
Ertu 30 kg of þung/ur? Ef svo er erum við með námskeið sem hentar. Allir geta stundað Gravity í bekkjunum og unnið með rétt
álag. 12 manna hópur, Gravity 2x í viku og þol (útiganga/spinning) einu sinni í viku. Fræðsla og aðhald fyrir þau sem
það vilja. Annars er verið að hugsa um að byrja einhvernstaðar og þar er Gravity snilldin ein. 4 vikur, á mánudögum,
miðvikudögum og fimmtudögum kl 8:30. Skráning í gangi.
24.01.2012
Abba var í Reykjavík á mánudag og gleymdi að redda kennara fyrir sig í salinn kl 8-10. Hún ætlar að bæta fyrir mistökin
með því að vera í salnum kl 9:15-10:30 á fimmtudag og kl 8-10 á föstudag. Lofar að sofa ekki yfir sig og mætir með veitingar, alveg
lágmark!
20.01.2012
Guðríður og Andrea höfðu nóg að gera í gær. Fjöldi manns notfærðu sér kennsluna á nýju
prógrömmin. Fólk kom líka og bað um aðstoð með sumar æfingar sem það var ekki öruggt með. Einnig þurfa margir
kennslu á upphitunartækin. Það er gaman að æfa þegar maður veit að allt er rétt og æfingarnar skila árangri.