Fréttir

Body Jam á miðvikudögum

Body jam tíminn síðasta miðvikudag troðfylltist og litli salurinn var of lítill. Við ætlum því að færa tímann aftur um korter og vera kl 20:30 í stóra salnum. Sjáumst næsta miðvikudag í rífandi stuði.

2 laus pláss á Cross Fit námskeið

Cross Fit námskeiðin byrja eftir rúma viku og er fullt á námskeiðin kl 06:10 og 18:30. Laust er fyrir tvo kl 08:30. Síðustu graitynámskeiðin fyrir jól hefjast á morgun. 16:30 námskeiðið fellur niður

A í þemaspinning á föstudag

Abba verður með þemaspinning á föstudag og ætlar að spila tónlist með flytjendum sem byrja á A. Art of noise, Abba, Aha, Aerosmith, Anna Mjöll, Ampop, Art Garfunkel.......

Góð mæting þrátt fyrir flensu

Það er margsannað að líkamsrækt styrkir ónæmiskerfið. Fólk sem æfir vel og er í formi fær síður flensu og kvef. Við eru ánægð með mætinguna núna, fullt í öllum tímum þrátt fyrir flensu. Við erum með 34 hjól

Unglingalandsliðið í frjálsum á Akureyri

Það komu 60 frjálsíþróttamenn til okkar í gærkvöldi. Abba lét þau hamast í ýmiskonar vitleysu í klukkutíma og svo fóru þau í pottana. Í dag er æfing í Boganum og á nýja vellinum.

Frábær árangur á lífsstílsnámskeiðinu

Nú eru sjö vikur búnar á lífsstílsnámskeiðunum og Abba var með smá uppgjör á mánudag og þriðjudag. Tvær konur náðu 10% léttingu á 7 vikum

Matreiðslukennslan fellur niður á laugardag

Það voru ekki nógu margir sem skráðu sig í matreiðslukennsluna um helgina (lágmark 40) svo hún fellur niður. Reynum aftur síðar.

Cross Fit

Næstu 4 vikna Cross Fit námskeið hefjast 9. og 10. nóvember. Skráning hefst á mánudag, 26. október. Athugið að þeir sem voru á biðlista inná síðustu námskeið ganga ekki fyrir.

Gravitynámskeið hefjast 2. nóv.

Við erum byrjuð að skrá á næstu Gravity námskeið sem hefjast 2. nóvember. Það verða 6 námskeið í boði, kl 06:15, 08:30, 09:30 (fyrir 60 ára og eldri),16:30, 17:30 og 18:30 (vefjagigtarhópur). Þetta eru síðustu 4 vikna námskeiðin fyrir jól.

Flottir spinningtímar

Það var fullt í alla spinningtímana um helgina og góð stemming og fólk ánægt með tilbreytinguna. Óli var tónlistarstjóri og var erfitt að velja hvað ætti helst að spila því úrvalið er nóg.