Bjarg líkamsrækt

Velkomin á Bjarg

Bjarg Líkamsrækt ehf.
Bugðusíðu 1
603 Akureyri

Við erum staðsett í þorpinu við hliðina á Glerárkirkju.

    

Á Bjargi eru 3 hóptímasalir, rúmgóður tækjasalur, glæsilegt útisvæði með stórum palli til að æfa á, tveimur 10 manna heitum pottum, eimgufubaði og góðri sólbaðsaðstöðu. 
Tvö búningsherbergi, 6 manna heitur pottur inni í fallegu umhverfi og einstaklega rúmgóð snyrtiaðstaða með blásurum og speglum allan hringinn.

Haustið 2013 færðum við tækjasalinn á neðri hæðina og bættum við stórum gluggum og hurð að útisvæði.  Á sumrin tengist því glæsilega útiaðstaðan tækjasalnum betur og við setjum út hluta af upphitunartækjum og fleira.

Á efri hæðinni eru tveir salir með rennihurð á milli.  Í innri salnum eru spinninghjólin en Gravitybekkir, bretti og lóð, róðrarvélar, stórir boltar í hinum salnum.  Opnað er á á milli sala í stærri tímum.

Einnig er teygjusvæðið uppi í enda salarins þar sem hægt er að gefa sér tíma í teygjur og slökun.

Heiti salurinn er á neðri hæðinni hjá okkur og er opinn allan daginn fyrir viðskiptavini meðan ekki eru tímar í gangi. Heitu og volgu tímarnir fara þar fram en hægt er að taka slökun og teygjur þar inni.