Fréttir

Jólagjafir

Vantar ykkur ekki alltaf eitthvað sniðugt til að gefa í jólagjöf? Bolirnir og peysurnar okkar eru flott gjöf. Einnig 4 vikna Gravity námskeið á 10000 kr þar sem allt er innifalið, frábær gjöf fyrir makann.

Endaspretturinn!

Nú er síðasta vikan í gangi hjá lífsstílshópunum tveimur, Síðubitunum og karlapúlinu. Margir eru búnir að ná 10% léttingu og tryggja sér þriggja mánanaða kort.

Gravity kl. 09:30 á mánudögum og miðvikudögum

Erum að kanna áhuga á tímum í Gravity kl. 09:30 á mánudögum og miðvikudögum. Barnagæsla er á þessum tíma og þetta hentar því vel stelpunum sem eru að klára lífsstílinn.

Könnun lokið

Nú er komið að því að vinna úr svörunum 400 sem við fengum í könnuninni. Margt lærdómsríkt og eflaust fullt af góðum athugasemdum.

Dót í barnagæslu

Nú eru allir að taka til fyrir jólin og vilja losa sig við hitt og þetta. við erum til í að taka við barnadóti, bílum, dúkkum, Barbie og fleiru. það þarf alltaf að endurnýja.

Könnun

Við erum að gera smá könnun hjá þeim sem eru að æfa hjá okkur, hvað ertu ánægð(ur) og óánægð(ur) með og ýmsar aðrar spurningar.

Gott að breyta til!

Það er ekki gott að festast í því sama og æfa alltaf eins dag eftir dag og ár eftir ár. Öll tilbreyting er góð og þá koma líka oft framfarair sem þú tekur eftir.

Gravity námskeið.

Ný 4 vikna Gravity námskeið hefjast 21. nóvember. 3 fastir tímar í viku og frjáls aðgangur að öllum öðrum tímum og tækjasal er innifalið, svo og fitumæling, vigtun og sentimetramæling.

Lísa gefur út disk!

Lísa Hauksdóttir Idolstjarna og íþróttafræðingur var að gefa út smáskífu með einu lagi: Dimmar rósir. Þetta er rosalega flott útsetning og auðvitað góður söngur.

Inga fékk bikar!

3 einstaklingar frá okkur kepptu í þrekmeistaranum um helgina. Ingibjörg Helga Birgisdóttir fór nú í fyrsta skipti í einstaklingskeppnina og stóð sig frábærlega. Sigraði í flokki 39 ára og eldri og varð 6 í mark í opnum flokki á 22:08:56 mín.