Fréttir

Hlaupa, ganga

Nú mæta allir í gamlárshlaup UFA sem byrjar hér við Bjarg kl 10 og 11.  Gangan hefst kl 10 og hlaupið kl 11, 5 og 10 km í góða veðrinu.  Súpa frá Rub 23 á eftir og brauð frá Bakaríinu við Brúna.

Hot Yoga og Zumba fyrr á ferðinni

Hot Yoga verður kl 16:30 í dag og Zumban kl 17:30.  Spinningtíminn er á sínum stað kl 17:15.  Nú mæta allir spenntir að hreyfa sig eftir rólegheitin yfir jóladagana og Abba, Eva og Anna lofa dúndurtímum.

Gleðileg jól

Óskum öllum viðskiptavinum Bjargs og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Gerum góða stöð betri

Helstu niðurstöður könnunar sem við gerðum meðal viðskiptavina eru komnar uppá töflu á Bjargi.  Takk fyrir góða þátttöku og jákvæða umsögn.  Mest var kvartað undan tónlist í tækjasal, þrengslum á teygjusvæði og hópeinkaþjálfun.  Erfitt er að gera öllum til hæfis í tónlist og einfaldast að koma bara með ykkar uppáhalds og hafa hana í eyrunum.  Allir sem eru að gera lóða og boltaæfingar eiga að fara út af teygjusvæðinu og framkvæma æfingarnar á gráu eða brúnu mottunum.  Einkaþjálfararnir þurfa svo að passa að hóparnir þeirra taki ekki upp stóran part að tækjunum í of langan tíma.

Barnagæslan komin í jólafrí

Það hefur lítil sem engin notkun verið á gæslunni þannig að hún er komin í jólafrí.  Herbergið er opið fyrir þá krakka sem eru nógu stórir til að vera þar ein.

Spennandi námskeið!

Hvað segið þið um að mæta í heitan tíma (25-30 stig) tvisvar í viku og Gravity einu sinni kl 6:10?  Spennandi námskeið sem Abba hefur verið með kl 9:30 og 16:30 og virka vel.  Komum brennslunni af stað og gerum góðar vaxtamótandi og kjarnastyrkjandi æfingar. Heitt á mánudögum og miðvikudögum og Gravity á föstudögum. 

Jóla, jóla

Allt komið á hreint með hvaða tímar verða í þessari viku, opnu yfir jól og áramót og annað.

Body Pump í frí.

Body Pump tíminn á fimmtudogum er kominn í frí tar til á naesta ári.  Tímataflan í jnúar verdur eitthvad breytt en bara meira spennndi.

Barnagæsla

Það eru fá börn að mæta í gæslu þessa dagana.  Inga Lóa mætir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl 9:15 og sinnir gæslunni ef einhver börn mæta í næstu viku.  Við sjáum svo til með framhaldið.  Gæslan á föstudögum seinni partinn er hætt.

Zumban fellur niður

Því miður verður engin Zumbatími næsta fimmtudag.