Fréttir

Skemmtileg áramótagleði!

Um 70 manns komu í áramótatímann í gær. Hóffa stjórnaði upphitun og marseraði með hópinn um allt hús og lét öllum illum látum. Eftir það var hópnum skipt á 4 staði og Binni hjólaði, Jóna sá um Body Attack, Anna og Birgitta pumpuðu lóðin með liðinu og Hóffa var með Body Step.

Fullt af gleðitímum milli jóla og nýárs

Það hefur alltaf verið góð aðsókn í tíma milli jóla og nýárs. Núna verðum við með áramótagleðina á mánudegi. Það verður 2 klst tími 29. des. kl 17:00.

Góður árangur á lífsstílsnámskeiðum

Það var góður árangur á lífsstílsnámskeiðinu sem var að klárast á mánudaginn. Margar voru að losa sig við um 4-14 kíló á 13 vikum, sentimetrarnir fuku, 6 náðu 10% léttingu eða meira á 13 vikum og vonandi lærðu allir eithvað varðandi hollt líferni.

Hádegisþrek í krullu

Hádegishópnum er boðið í Krullu mánudagskvöldið 8. des. kl. 19:30 í skautahöllinni. Davíð Valsson er sá sem býður og mun hann og hans vinir leiðbeina hópnum. Ætlunin er að fara á Bláu könnuna á eftir en krullan mun taka um 1-2 klst. Þessu boði er ekki hægt að hafna, skráning á Bjargi.