25.06.2009
Síðasta mánudag fór góður hópur Eyjafjarðarhringinn með hjólahópnum og náði því að klára eina erfiðustu þrautina í Landsmótstugþraut Bjargs.
25.06.2009
Aðsókn í konutímann hefur verið að minnka og nú er svo komið að hann fer í frí fram í ágúst. Bendum á Gravity og boltatímann kl 16:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Ólatíminn á laugardögum er líka hættur í bili.
23.06.2009
Anna byrjaði með Body Combat tíma í maí eftir langa pásu frá því í október. Það er góð mæting í tímana og kominn tími til að þeir nái festu hér.
18.06.2009
Við viljum hvetja fólk til að fara og skoða nýja Akureyrarvöllin á Hamarssvæðinu og stúkuna. Þetta verður einn glæsilegasti völlur landsins með 8 hlaupabrautum allan hringinn.
18.06.2009
Það eru margir langt komnir með landsmótstugþrautina okkar og sumir búnir. Hjólahópurinn ætlar að koma til móts við þá sem vilja hjóla litla Eyjafjarðarhringinn. Þau ætla að efna til hópferðar næsta mánudag kl 20:00
12.06.2009
4 vikna hlaupanámskeiðinu sem byrjaði 12. maí er lokið. Við munum samt halda áfram og byrjum með nýtt námskeið á þriðjudag. Korthafar á Bjargi fá frítt í hlaupahópinn en aðrir borga 6000kr
12.06.2009
Hjólahópurinn ætlar að fara STÓRA Eyjafjarðarhringinn á sunnudaginn. Hann er rúmir 70km og ferðin er ætluð fyrir vana hjólreiðamenn. Mæting við Leirunesti kl 09:00 á sunnudagsmorgun. Planið er að far litla hringinn í næstu viku
12.06.2009
Við höfum tekið upp samstarf við Töff heilsurækt á Húsavík. Viðskiptavinir hvors um sig geta notað kortið sitt í eina viku í hverjum mánuði hjá samstarfsaðilanum.
Þannig að korthafi á Bjargi getur æft í Töff heilsurækt eina viku í hvejum mánuði
11.06.2009
Fyrsta Súluganga sumarsins frá Bjargi verður á sunnudag. Nokkrir áhugasamir tugþrautarmenn þrýstu á Brynjar og hann er alltaf til í fjallgöngu.
10.06.2009
Brynjar er byrjaður með þrekmeistaraæfingar á föstudögum og er mæting milli kl 16 og 17. Þetta er góð þjónusta fyrir áhugasama einstaklinga sem vilja spá í þáttöku