29.12.2009			
	
	Partý!! Við ætlum að breyta til á morgun.  Tímarnir sem áttu að vera seinni partinn falla niður en allir mæta í 2 klst gleðitíma.  Það er hægt að mæta kl 18 og vera í klukkutíma eða byrja og hætta þegar þið hafið fengið nóg. 
 
	
		
		
		
			
					28.12.2009			
	
	Hulda ætlar að frumflytja nýtt prógramm í Body Balance á morgun kl 18:30.  Gott að koma og teygja vel á skrokknum eftir jólaslökunina. 
 
	
		
		
			
					26.12.2009			
	
	Jæja, það er búin að vera góð pása hjá heimasíðunni.  En Gleðileg jól þið öll og vonandi hafið þið haft það gott í snjónum.  Það verður jólahjól á morgun 
 
	
		
		
		
			
					14.12.2009			
	
	Það verður lokað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum.  Annars verður meira og minna opið og flestir tímar inni.  Áramótagleði Bjargs verður 30. des. kl 17-19.  Þá verða myndaðir nokkrir 20 manna hópar 
 
	
		
		
			
					14.12.2009			
	
	Anna ætlar að frumflytja nýja útgáfu af Body Pump þriðjudaginn 15. desember kl. 17:30. Fullt af nýjum lögum og skemmtilegum æfingum. 
 
	
		
		
		
			
					10.12.2009			
	
	Það var útskriftardagur í gær hjá lífsstílnum.  Margir voru að keppa við 10% léttingu á 14 vikum og fá 2 mánaða kort í verðlaun.  8 konur náðu þeim árangri og 5 þeirra fengu aukamánuð fyrir að léttast mest eða losa sig við flesta
 
	
		
		
		
			
					10.12.2009			
	
	Fólkið sem mætir í morgunþrekið kl 08:15 á morgnana hefur alltaf gefið sér góðan tíma eftir æfingu og sest niður í setustofunni og spjallað yfir kaffibolla (frá 1996).
 
	
		
		
		
			
					09.12.2009			
	
	Það verður jólaþema með Tinu Turner ívafi hjá Birgittu í þemaspinning á föstudaginn kl. 17:00. Mætum í jólastuði og gefum í.
 
	
		
		
			
					09.12.2009			
	
	Næsta miðvikudag kemur inn nýr opinn Gravity tími kl. 9:30, munið að skrá ykkur. Framhaldstími í CrossFit bætist við á miðvikudögum kl. 18:30.
 
	
		
		
		
			
					04.12.2009			
	
	Nú er farið að fækka í sumum tímum og fyrstu tímarnir til að detta út eru báðir Body Vive tímarnir og Body Step á fimmtudögum.